Viðskipti innlent

Netflix aðgengilegt Íslendingum án krókaleiða

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Íslendingar geta nú nýtt sér þjónustu Netflix.
Íslendingar geta nú nýtt sér þjónustu Netflix. vísir/getty

Streymiþjónusta Netflix er aðgengileg Íslendingum frá og með deginum í dag. Fyrirtækið bætti í dag við 130 löndum þar sem þjónusta fyrirtækisins er í boði. Hlutabréf í fyrirtækinu ruku upp í kjölfar fréttanna.

Ódýrasta áskriftarleið Netflix mun kosta áskrifendur tæpar átta evrur á mánuði eða rétt rúmar þúsund krónur. Sú dýrasta kostar hins vegar tólf evrur eða rúmlega 1.700 krónur. Að auki er boðið upp á fyrsta mánuðinn frían.

Fyrir tæpu ári síðan greindi Fréttablaðið frá því að viðræður Sam-félagsins og Netflix væru á lokametrunum. Við það tækifæri sagði Árni Samúelsson, stofnandi og einn eigenda fyrirtækisins, að fyrirtækið væri spennt fyrir Íslandi og stutt væri í samkomulag.

Á korti yfir þau lönd þar sem Netflix er í boði er Ísland ekki merkt inn. Fyrirtækið tók hins vegar öll tvímæli af um málið á Twitter-síðu sinni fyrir skemmstu.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
1,8
2
677
BRIM
0
0
0
HEIMA
0
1
1.218

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SIMINN
-2,9
12
190.976
KVIKA
-2,8
8
47.966
ARION
-2,54
34
992.823
ICEAIR
-2,17
18
37.233
VIS
-1,93
9
87.062
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.