Handbolti

Döhler hetja FH | Frábær endasprettur Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Döhler kom til FH frá Magdeburg.
Phil Döhler kom til FH frá Magdeburg. mynd/fh
FH hefur unnið báða leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem fer fram í Kaplakrika.Í fyrri leik kvöldsins lagði FH Aftureldingu að velli, 32-31. FH-ingar geta þakkað þýska markverðinum Phil Döhler fyrir sigurinn en hann varði vítakast Guðmundar Árna Ólafssonar undir lok leiksins.FH var mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddi með fimm mörkum að honum loknum, 19-14. Afturelding sótti í veg veðrið í seinni hálfleik og voru ekki langt frá því að ná í stig. Mosfellingar hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu.Ásbjörn Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir FH annan leikinn í röð. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæstur í liði Aftureldingar með tíu mörk.

Ásgeir Snær skoraði átta mörk gegn Haukum.vísir/bára
Í seinni leik kvöldsins vann Valur fjögurra marka sigur á Haukum, 21-25, í afar kaflaskiptum leik.Valsmenn byrjuðu mun betur og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu sjö af fyrstu níu mörkum hans og náðu forystunni, 16-15.Lokamínúturnar voru hins vegar eign Vals sem náði aftur tökum á leiknum og vann á endanum góðan sigur, 21-25.Ásgeir Snær Vignisson skoraði átta mörk fyrir Val og Vignir Stefánsson fimm. Darri Aronsson og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Hauka.Mótinu lýkur á laugardaginn. Klukkan 13:00 mætast Valur og Afturelding og klukkan 15:00 er komið að grannaslag FH og Hauka.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.