Handbolti

Döhler hetja FH | Frábær endasprettur Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Döhler kom til FH frá Magdeburg.
Phil Döhler kom til FH frá Magdeburg. mynd/fh

FH hefur unnið báða leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem fer fram í Kaplakrika.

Í fyrri leik kvöldsins lagði FH Aftureldingu að velli, 32-31. FH-ingar geta þakkað þýska markverðinum Phil Döhler fyrir sigurinn en hann varði vítakast Guðmundar Árna Ólafssonar undir lok leiksins.

FH var mun sterkari í fyrri hálfleik og leiddi með fimm mörkum að honum loknum, 19-14. Afturelding sótti í veg veðrið í seinni hálfleik og voru ekki langt frá því að ná í stig. Mosfellingar hafa tapað báðum leikjum sínum á mótinu.

Ásbjörn Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir FH annan leikinn í röð. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson var markahæstur í liði Aftureldingar með tíu mörk.

Ásgeir Snær skoraði átta mörk gegn Haukum. vísir/bára

Í seinni leik kvöldsins vann Valur fjögurra marka sigur á Haukum, 21-25, í afar kaflaskiptum leik.

Valsmenn byrjuðu mun betur og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik. Haukar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og skoruðu sjö af fyrstu níu mörkum hans og náðu forystunni, 16-15.

Lokamínúturnar voru hins vegar eign Vals sem náði aftur tökum á leiknum og vann á endanum góðan sigur, 21-25.

Ásgeir Snær Vignisson skoraði átta mörk fyrir Val og Vignir Stefánsson fimm. Darri Aronsson og Ólafur Ægir Ólafsson skoruðu fjögur mörk hvor fyrir Hauka.

Mótinu lýkur á laugardaginn. Klukkan 13:00 mætast Valur og Afturelding og klukkan 15:00 er komið að grannaslag FH og Hauka.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.