Handbolti

Fjögurra marka sigrar hjá Hafnarfjarðarliðunum í Kaplakrika

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH.
Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH. vísir/bára
FH og Haukar fara vel af stað á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem fer fram í Kaplakrika.FH vann fjögurra marka sigur á Val, 30-26, í seinni leik kvöldsins. Ásbjörn Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir FH sem var sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11.Þýski markvörðurinn Phil Döhler, sem FH fékk frá Magdeburg, sýndi góða takta í markinu og reyndist Valsmönnum erfiður ljár í þúfu.Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði sex mörk fyrir Val og Ýmir Örn Gíslason fimm.Haukar báru sigurorð af Aftureldingu, 28-24, í fyrri leik kvöldsins. Mosfellingar voru marki yfir í hálfleik, 13-14.Adam Haukur Baumruk, Atli Már Báruson og Darri Aronsson skoruðu fimm mörk hver fyrir Hauka. Guðmundur Árni Ólafsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson voru báðir með sjö mörk í liði Aftureldingar.Hafnarfjarðarmótið heldur áfram á fimmtudaginn. Þá mætast FH og Afturelding klukkan 18:00 og Haukar og Valur klukkan 20:00.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.