Handbolti

Fjögurra marka sigrar hjá Hafnarfjarðarliðunum í Kaplakrika

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH.
Einar Rafn Eiðsson, leikmaður FH. vísir/bára

FH og Haukar fara vel af stað á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem fer fram í Kaplakrika.

FH vann fjögurra marka sigur á Val, 30-26, í seinni leik kvöldsins. Ásbjörn Friðriksson skoraði ellefu mörk fyrir FH sem var sex mörkum yfir í hálfleik, 17-11.

Þýski markvörðurinn Phil Döhler, sem FH fékk frá Magdeburg, sýndi góða takta í markinu og reyndist Valsmönnum erfiður ljár í þúfu.


Þorgils Jón Svölu Baldursson skoraði sex mörk fyrir Val og Ýmir Örn Gíslason fimm.

Haukar báru sigurorð af Aftureldingu, 28-24, í fyrri leik kvöldsins. Mosfellingar voru marki yfir í hálfleik, 13-14.

Adam Haukur Baumruk, Atli Már Báruson og Darri Aronsson skoruðu fimm mörk hver fyrir Hauka. Guðmundur Árni Ólafsson og Þorsteinn Gauti Hjálmarsson voru báðir með sjö mörk í liði Aftureldingar.

Hafnarfjarðarmótið heldur áfram á fimmtudaginn. Þá mætast FH og Afturelding klukkan 18:00 og Haukar og Valur klukkan 20:00.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.