Körfubolti

Craion aftur í Vesturbæinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Craion í búningi KR. Hann verður aftur kominn í þennan búning á næstu leiktíð.
Craion í búningi KR. Hann verður aftur kominn í þennan búning á næstu leiktíð. vísir/vilhelm
Mike Craion mun leika með sexföldum Íslandsmeisturum KR í Dominos-deild karla á næstu leiktíð. Þetta staðfesti hann í samtali við Körfuna fyrr í kvöld.Craion lék á síðustu leiktíð með Keflavík þar sem hann skoraði 22 stig, tók ellefu fráköst og gaf fimm stoðsendingar að meðaltali.Hann fór svo þaðan til Frakklands þar sem hann lék í frönsku B-deildinni með Blois en hefur nú ákveðið að semja við Vesturbæjarliðið þar sem hann þekkir hvern krók og kima.Hann lék nefnilega með liðinu frá 2014 til 2016 og vann með liðinu tvo Íslandsmeistaratitla. Þar spilaði hann afar stóra rullu í liðinu.Það verður því ógnasterkt KR-lið sem mætir til leiks í vetur eins og svo oft áður en bræðurnir Matthías Orri og Jakob Sigurðarsynir eru komnir sem og Brynjar Þór Björnsson.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.