Að færa björg í bú allt árið um kring Jóhannes Þór Skúlason skrifar 12. ágúst 2019 09:45 Nú stendur yfir háönn ferðaþjónustunnar á Íslandi – við erum á vertíð. Og eins og við þekkjum snýst vertíð um að koma sem mestum verðmætum í hús á meðan gefur, því að vertíðin endist ekki árið um kring. Vertíðarmánuðir standa undir verðmætasköpuninni sem gerir okkur kleift að þreyja aðra mánuði ársins. Undanfarin tíu ár hefur verið unnið að því að lengja vertíðina og fækka mögru mánuðunum, og einnig að dreifa verðmætasköpuninni víðar til að ágóðinn nái til allra svæða landsins. Betri árangur hefur náðst í því fyrra en seinna. Ein afleiðing niðursveiflunnar nú er að árangurinn gengur til baka á báðum sviðum. Háönnin styttist og ferðamenn fara ekki eins vítt um landið. Hvort tveggja gengur þvert á markmið og stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi.Sjálfbær ferðaþjónusta Sú framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 sem stjórnvöld hafa nú birt er mikilvægur grunnur að nánari stefnumótun um atvinnugreinina til framtíðar. Þar er horft til markmiða eins og þeirra sem nefnd eru hér að ofan og þau sett í samhengi við aðra þætti sem þurfa að vinna saman til að ferðaþjónustan verði áfram sá drifkraftur atvinnulífs og uppbyggingar sem við viljum að hún sé. Framtíðarsýnin er sjálfbær ferðaþjónusta hvort sem litið er til efnahagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Það er skýrt leiðarljós sem gefur tóninn fyrir þá vinnu sem fram undan er, og sýnir fram á vilja stjórnvalda til að taka af festu á þeim verkefnum sem liggja fyrir til uppbyggingar. Og að mörgu þarf sannarlega að huga. Aukin eftirspurn frá Kína Að undanförnu hefur verið bent á að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað hratt undanfarin ár – eru t.d. um 12% fleiri í ár en í fyrra, og að margt bendi til þess að sú eftirspurn aukist enn hraðar á næstu árum. Nýleg fjárfesting Vincents Tan í Icelandair Hotels og yfirlýstur áhugi hans á aukinni markaðssetningu Íslands í Asíu er eitt dæmi. Fréttir af áhuga kínversks flugfélags á lendingartímum á Keflavíkurflugvelli annað. Aukið flugframboð í samspili við aukna markaðssetningu getur auðvitað ýtt ferðamannatölum frá viðkomandi markaðssvæði hratt upp, vinni það saman til að skapa eftirspurn og áhuga á áfangastaðnum. Að þessu samspili þarf að huga varðandi öll kjarnamarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu til að stilla af markmið og árangur, í samræmi við framtíðarsýnina. Framtíðarsýnin er skýr Því hvort sem um er að ræða ferðamenn frá Kína eða öðrum markaðssvæðum er lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar skynsamleg, rökrétt og fjármögnuð uppbygging innanlands og markaðssetning erlendis í samræmi við skýra stefnumótun. Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu um 3-6% árlega og rökrétt er að áætla að fjölgun á Íslandi til lengri tíma verði í samhengi við það. Til að vera undir það búin þurfum við að byggja upp sterka innviði, faglegt atvinnulíf og gæðaþjónustu. Við viljum losa ferðaþjónustuna, og þar með samfélagið, úr klóm sumarvertíðarinnar þannig að hún sé stöðug atvinnugrein allt árið, um allt landið. Atvinnuvegur sem er leiðandi í sjálfbærni, uppfyllir kröfur ferðamanna um gæði, þjónustu og einstaka upplifun, skilar stöðugum arði fyrir atvinnulífið og samfélagið, eykur lífsgæði heimamanna alls staðar á landinu og byggir á sjálfbæru jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda. Arðbær atvinnugrein sem færir öllu samfélaginu björg í bú, allt árið, í sátt við land og þjóð. Það er framtíðarsýnin. Það er verkefnið. Og til að klára það þarf afl og þor, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Brettum upp ermar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú stendur yfir háönn ferðaþjónustunnar á Íslandi – við erum á vertíð. Og eins og við þekkjum snýst vertíð um að koma sem mestum verðmætum í hús á meðan gefur, því að vertíðin endist ekki árið um kring. Vertíðarmánuðir standa undir verðmætasköpuninni sem gerir okkur kleift að þreyja aðra mánuði ársins. Undanfarin tíu ár hefur verið unnið að því að lengja vertíðina og fækka mögru mánuðunum, og einnig að dreifa verðmætasköpuninni víðar til að ágóðinn nái til allra svæða landsins. Betri árangur hefur náðst í því fyrra en seinna. Ein afleiðing niðursveiflunnar nú er að árangurinn gengur til baka á báðum sviðum. Háönnin styttist og ferðamenn fara ekki eins vítt um landið. Hvort tveggja gengur þvert á markmið og stefnu í ferðaþjónustu á Íslandi.Sjálfbær ferðaþjónusta Sú framtíðarsýn og leiðarljós fyrir ferðaþjónustu til 2030 sem stjórnvöld hafa nú birt er mikilvægur grunnur að nánari stefnumótun um atvinnugreinina til framtíðar. Þar er horft til markmiða eins og þeirra sem nefnd eru hér að ofan og þau sett í samhengi við aðra þætti sem þurfa að vinna saman til að ferðaþjónustan verði áfram sá drifkraftur atvinnulífs og uppbyggingar sem við viljum að hún sé. Framtíðarsýnin er sjálfbær ferðaþjónusta hvort sem litið er til efnahagslegra, samfélagslegra eða umhverfislegra þátta. Það er skýrt leiðarljós sem gefur tóninn fyrir þá vinnu sem fram undan er, og sýnir fram á vilja stjórnvalda til að taka af festu á þeim verkefnum sem liggja fyrir til uppbyggingar. Og að mörgu þarf sannarlega að huga. Aukin eftirspurn frá Kína Að undanförnu hefur verið bent á að ferðamönnum frá Kína hefur fjölgað hratt undanfarin ár – eru t.d. um 12% fleiri í ár en í fyrra, og að margt bendi til þess að sú eftirspurn aukist enn hraðar á næstu árum. Nýleg fjárfesting Vincents Tan í Icelandair Hotels og yfirlýstur áhugi hans á aukinni markaðssetningu Íslands í Asíu er eitt dæmi. Fréttir af áhuga kínversks flugfélags á lendingartímum á Keflavíkurflugvelli annað. Aukið flugframboð í samspili við aukna markaðssetningu getur auðvitað ýtt ferðamannatölum frá viðkomandi markaðssvæði hratt upp, vinni það saman til að skapa eftirspurn og áhuga á áfangastaðnum. Að þessu samspili þarf að huga varðandi öll kjarnamarkaðssvæði íslenskrar ferðaþjónustu til að stilla af markmið og árangur, í samræmi við framtíðarsýnina. Framtíðarsýnin er skýr Því hvort sem um er að ræða ferðamenn frá Kína eða öðrum markaðssvæðum er lykillinn að sjálfbærri ferðaþjónustu til framtíðar skynsamleg, rökrétt og fjármögnuð uppbygging innanlands og markaðssetning erlendis í samræmi við skýra stefnumótun. Ferðamönnum fjölgar á heimsvísu um 3-6% árlega og rökrétt er að áætla að fjölgun á Íslandi til lengri tíma verði í samhengi við það. Til að vera undir það búin þurfum við að byggja upp sterka innviði, faglegt atvinnulíf og gæðaþjónustu. Við viljum losa ferðaþjónustuna, og þar með samfélagið, úr klóm sumarvertíðarinnar þannig að hún sé stöðug atvinnugrein allt árið, um allt landið. Atvinnuvegur sem er leiðandi í sjálfbærni, uppfyllir kröfur ferðamanna um gæði, þjónustu og einstaka upplifun, skilar stöðugum arði fyrir atvinnulífið og samfélagið, eykur lífsgæði heimamanna alls staðar á landinu og byggir á sjálfbæru jafnvægi verndar og nýtingar náttúruauðlinda. Arðbær atvinnugrein sem færir öllu samfélaginu björg í bú, allt árið, í sátt við land og þjóð. Það er framtíðarsýnin. Það er verkefnið. Og til að klára það þarf afl og þor, bæði í stjórnmálum og atvinnulífi. Brettum upp ermar.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar