Viðskipti innlent

Keypti upp lagerinn hjá VÍS

Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar
Guðmundur leigir út barnabílstóla.
Guðmundur leigir út barnabílstóla.

Fyrirtækið Barnabílstólar.is hefur keypt upp lager Tryggingafélagsins VÍS af barnabílstólum og er byrjað að leigja þá út, en VÍS hætti í apríl útleigu á bílstólum til viðskiptavina sinna.

Mikil eftirspurn er eftir barnabílstólum til útleigu og segir Guðmundur Birgir Ægisson, eigandi Barnabílstóla.is og fyrrverandi starfsmaður VÍS, að viðskiptavinir hans hafi tekið vel í hugmyndina.

„Hvert barn þarf að meðaltali þrjá barnabílstóla á ævinni og getur það verið mjög kostnaðarsamt fyrir foreldra. Ég þekki þennan bransa vel, á sjálfur barn og fyrst það er enginn annar að gera þetta þá ákvað ég bara að gera þetta sjálfur,“ segir Guðmundur.

„Ég fór út núna í júní til framleiðanda stólanna og fór þar yfir praktísk atriði, en öryggið er sett á oddinn hjá okkur. Ef eitthvað kemur upp á eða þegar barnið stækkar þá fær fólk nýjan stól,“ segir Guðmundur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
REGINN
1,95
13
154.180
KVIKA
0,79
3
26.427
SIMINN
0,56
3
33.788
MAREL
0,54
25
675.501
SKEL
0,25
3
5.182

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIK
-2,88
17
153.220
SJOVA
-2,54
8
107.416
TM
-2,48
6
95.263
VIS
-2,35
1
12.050
ICEAIR
-1,32
38
108.834
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.