Golf

Þrettán tímum eftir Íslandsmeistaratitillinn fór á loft var Guðrún Brá flogin í annað golfmót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslandsmeistaraparið; Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Íslandsmeistaraparið; Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mynd/gsí
Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum, Keili, kom, sá og sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fór fram í Grafarholtinu um helgina.

Guðrún Brá leiddi eftir dag númer tvö og gaf ekkert eftir í baráttunni á hring númer þrjú og fjögur. Vann hún að lokum mótið með sjö högga mun.

Þetta er annað árið í röð sem Guðrún stendur uppi sem sigurvegari en það er skammt stórra högga á milli hjá Hafnfirðingnum knáa sem er nú á leið á annað mót.







Í viðtali við Sindra Sverrisson á Morgunblaðinu í gærkvöldi sagði Guðrún frá því að hún væri á leið í flug strax í morgun klukkan 07.20, þrettán tímum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari.

Guðrún er á leið á Bossey Ladies-meistaramótið sem fer fram í Frakklandi í vikunni en mótið hefst strax á miðvikudaginn í Bossey í Frakklandi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×