Golf

Þrettán tímum eftir Íslandsmeistaratitillinn fór á loft var Guðrún Brá flogin í annað golfmót

Anton Ingi Leifsson skrifar
Íslandsmeistaraparið; Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Íslandsmeistaraparið; Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Guðmundur Ágúst Kristjánsson. mynd/gsí

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum, Keili, kom, sá og sigraði í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fór fram í Grafarholtinu um helgina.

Guðrún Brá leiddi eftir dag númer tvö og gaf ekkert eftir í baráttunni á hring númer þrjú og fjögur. Vann hún að lokum mótið með sjö högga mun.

Þetta er annað árið í röð sem Guðrún stendur uppi sem sigurvegari en það er skammt stórra högga á milli hjá Hafnfirðingnum knáa sem er nú á leið á annað mót.

Í viðtali við Sindra Sverrisson á Morgunblaðinu í gærkvöldi sagði Guðrún frá því að hún væri á leið í flug strax í morgun klukkan 07.20, þrettán tímum eftir að hafa orðið Íslandsmeistari.

Guðrún er á leið á Bossey Ladies-meistaramótið sem fer fram í Frakklandi í vikunni en mótið hefst strax á miðvikudaginn í Bossey í Frakklandi.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.