Golf

Guðrún Brá ríghélt í 1. sætið og er Íslandsmeistari annað árið í röð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðrún Brá Björgvinsdóttir.
Guðrún Brá Björgvinsdóttir. vísir/getty

Guðrún Brá Björgvinsdóttir, úr Golfklúbbnum Keili, tryggði sér nú rétt í þessu Íslandsmeistaratitilinn í golfi kvenna en leikið var í Grafarholtinni um helgina.

Guðrún Brá hafði forystu eftir dag tvö og þrjú. Henni urðu engin mistök á í dag en hún spilaði í dag á einu höggi yfir pari en samtals hringina fjóra á þremur undir pari.

Saga Traustadóttir lenti í 2. sætinu á fjórum höggum yfir pari og var því sjö höggum á eftir Guðrúnu sem átti sigurinn vísan, nánast eftir dag númer tvö.

Í þriðja sætinu var Nína Björk Geirsdóttir, úr GM, en hún endaði hringina fjóra á sex höggum yfir pari.

Besta golfið í dag spilaði Hulda Clara Gestsdóttir sem endaði á parinu í dag en hún hreppti fjórða sætið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.