Handbolti

Enginn Haukur og fjögurra marka tap fyrir Þjóðverjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
KA-maðurinn Dagur Gautason var markahæstur hjá íslenska liðinu.
KA-maðurinn Dagur Gautason var markahæstur hjá íslenska liðinu. Mynd/Instagram/hsi_iceland
Íslenska nítján ára landsliðið í handbolta endaði í þriðja sæti í sínum riðli eftir fjögurra marka tapa fyrir Þjóðverjum í lokaumferðinni á HM í Norður-Makedóníu í dag.Þýskaland vann leikinn 26-22 og tryggði sér þar með annað sætið á eftir Portúgal.Dagur Gautason var markahæstur hjá íslenska liðinu með fjögur mörk en þeir Tumi Steinn Rúnarsson, Goði Ingvar Sveinsson og Einar Örn Sindrason skoruðu allir þrjú mörk hver. Svavar Ingi Sigmundsson varði 8 skot en Sigurður Dan Óskarsson varði 3 skot samkvæmt opinberri tölfræði mótsins.Íslensku strákarnir voru búnir að tryggja sér sæti í sextán liða úrslitunum en þetta var óopinber úrslitaleikur um annað sæti riðilsins.Íslenska liðið lék án aðalstjörnunnar sinnar því Haukur Þrastarson var ekki með liðinu í þessum leik. Það munaði mikið um það.Þýsku strákarnir voru skrefinu á undan allan leikinn eftir góðan sprett í lok fyrri hálfleiks og voru fjórum mörkum yfir í hálfleik, 13-9.Þýska liðið komst mest sex mörkum yfir í upphafi seinni hálfleiks en íslensku strákarnir minnkuðu muninn í tvö mörk um miðjan hálfleikinn, 16-18, og komu sér þar með aftur í alvöru inn í leikinn.Þýsku strákarnir voru hins vegar sterkari á endasprettinum og unnu frekar sannfærandi sigur.Portúgal vann alla leiki síns í riðlinum en auk Þýskalands og Íslands þá komst Túnis einnig áfram í sextán liða úrslitin.Það kemur í ljós seinna í dag hver mótherji íslenska liðsins verður en það verður væntanlega lið Japan eða heimamenn í Norður-Makedóníu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.