Hinsegin dagar á Eyrinni Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 13. ágúst 2019 07:00 Hvað verður um aurinn þinn? Verður megnið eftir í bankanum til að borga af lánum á ríflegum vöxtum? Ertu í þeim sívaxandi hópi sem greiðir leigufélögum fyrir skjólið? Svo er það Costco, fer mikið þangað? Og þá fá símafyrirtækin náttúrlega sinn skerf útaf gemsanum og öllu tæknigumsinu. Er eitthvað eftir til að panta eitthvað á Amazon? Fyrirtækið sem er síður en svo þekkt fyrir rausnarskap þegar kemur að starfsmannahaldi. Hversu mikið fer til einhvers sem finnur fyrir því að þú hefur komið við og keypt eitthvað? Líklegast ekki mikið. Kostnaðarliðir okkar leggjast sífellt í færri og stærri vasa. Þegar hagræðingin nær hámarki fer þetta líklegast allt í annan hvorn rassvasann á sömu brókinni. Þessi þróun setur einnig mark sitt á spænskar borgir og bæi. Í mörgum miðbænum eru tómar verslanir og ófáir uppgjafakaupmenn með rýmingarútsölu. Á sama tíma rísa risavaxnir stórmarkaðir í úthverfum bæjanna og í borgunum stærðarinnar verslunarkjarnar með gríðarlegt úrval af bragðlausum matvælum og glansfatnaði framleiddum í þrælaverksmiðjum í Asíulöndum. Innvolsið í þessum risahöllum er ávallt hið sama, hvort sem þú ert í Madríd eða Murcia, alls staðar eru það sömu verslunarkeðjurnar sem seðja græðgi gestanna. Sömu veitingahúsakeðjur sjá um sullið ofan í fólkið meðan illa launað starfsfólk reynir að komast í gegnum daginn og yfir öllu glymur kauphvetjandi hávaði kenndur við tónlist. Er ekki ráð að fara að halda hinsegin daga á Eyrinni áður en þetta fer að snúast uppí eitthvað sem minnir á danska einokunardaga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað verður um aurinn þinn? Verður megnið eftir í bankanum til að borga af lánum á ríflegum vöxtum? Ertu í þeim sívaxandi hópi sem greiðir leigufélögum fyrir skjólið? Svo er það Costco, fer mikið þangað? Og þá fá símafyrirtækin náttúrlega sinn skerf útaf gemsanum og öllu tæknigumsinu. Er eitthvað eftir til að panta eitthvað á Amazon? Fyrirtækið sem er síður en svo þekkt fyrir rausnarskap þegar kemur að starfsmannahaldi. Hversu mikið fer til einhvers sem finnur fyrir því að þú hefur komið við og keypt eitthvað? Líklegast ekki mikið. Kostnaðarliðir okkar leggjast sífellt í færri og stærri vasa. Þegar hagræðingin nær hámarki fer þetta líklegast allt í annan hvorn rassvasann á sömu brókinni. Þessi þróun setur einnig mark sitt á spænskar borgir og bæi. Í mörgum miðbænum eru tómar verslanir og ófáir uppgjafakaupmenn með rýmingarútsölu. Á sama tíma rísa risavaxnir stórmarkaðir í úthverfum bæjanna og í borgunum stærðarinnar verslunarkjarnar með gríðarlegt úrval af bragðlausum matvælum og glansfatnaði framleiddum í þrælaverksmiðjum í Asíulöndum. Innvolsið í þessum risahöllum er ávallt hið sama, hvort sem þú ert í Madríd eða Murcia, alls staðar eru það sömu verslunarkeðjurnar sem seðja græðgi gestanna. Sömu veitingahúsakeðjur sjá um sullið ofan í fólkið meðan illa launað starfsfólk reynir að komast í gegnum daginn og yfir öllu glymur kauphvetjandi hávaði kenndur við tónlist. Er ekki ráð að fara að halda hinsegin daga á Eyrinni áður en þetta fer að snúast uppí eitthvað sem minnir á danska einokunardaga?
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar