Hvað með 80 km hraða? Hrönn Baldursdóttir skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Ég er ennþá á bensínbíl því miður en mun skipta í umhverfisvænni bíl um leið og ég hef ráð á því. Þangað til menga ég andrúmsloftið og mér þykir það leitt. Því hef ég tamið mér meiri sparakstur til að gera þó eitthvað í málunum, minnka hröðun og keyra hægar. Það er nokkuð auðvelt í borginni þó ég láti stundum berast með straumnum í Ártúnsbrekkunni eða Reykjanesbrautinni en erfiðara á þjóðvegunum. Tíðarandinn í dag segir okkur að keyra þar að lágmarki á 90 hvort sem þú ert á fólksbíl, með fellihýsi, hjólhýsi, á húsbíl eða á rútu. Ég hef tuðað við sjálfa mig og aðra en hef nú tekið þá ákvörðun að keyra á 80 km hraða þar sem ég var áður á 90 km/klst. Já ég er ein af þeim mörgu sem hef haldið mig á 90 km hraða og oft verið fyrir á vegunum. Nú verð ég fyrir enn fleirum en er hætt að láta það trufla mig. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aðallega tvær, streita og mengun. Fyrst um streituna en ég veit að ég er ekki ein um að finna til streitu á þjóðvegunum. Þið þekkið þetta. Mikill hraði, stutt milli bíla, glannalegur framúrakstur og troðningur og það hækkar eðlilega streitustigið og nóg er það fyrir í samfélaginu. Best að nefna að ég er ágætis bílstjóri og ræð vel við að keyra í umferðinni á vegaköflunum að höfuðborginni á annatímum. Ég ætla bara ekki lengur að bjóða sjálfri mér upp á þann kappakstur. Höfum í huga að streita er eitt af því skaðlegasta fyrir heilsuna í dag og er spáð verða mesti heilsuskaðvaldur framtíðarinnar. Ef ferðum um landið þarf að fylgja streituhormónabað þá segi ég nei takk við hraða því ég vil ekki hætta eigin heilsu og hætti heldur ekki að ferðast á milli staða. Við þurfum að breyta um takt í þjóðfélaginu og ég ætla að njóta frekar en þjóta. Varðandi mengunina þá er lífsskilyrðum á jörðinni stefnt í voða vegna hennar. Við höfum stuttan tíma til stefnu í að hindra skelfilega þróun og er jarðefnaeldsneyti að stórum hluta kennt um. Það skiptir því máli að keyra hægar til að spara eldsneyti. Einhverjum gæti þótt þessi breyting sem dropi í hafi en það má byrja þarna. Allur bílafloti landsins hlýtur að hafa eitthvað að segja á meðan hann er að mestu knúinn af jarðefnaeldsneyti. Verðum við ekki að taka okkur saman? Þetta yrði vissulega áskorun og breyting sem þarf að gefa sér tíma í. Aðlagast tilhugsuninni að fórna af eigin tíma og vera lengur á milli staða. Okkur langar öll að fara í ferðir hingað og þangað um landið án þess að það taki „eilífð“. Rétt eins og hægt er að spara aurinn og kasta krónunni þá er hægt að spara innihaldslítinn tíma og kasta gæðatíma. Við gætum gert ferðalagið að meiri gæðatíma með því að slá örlítið af hraðanum og ekki þarf að líta á aukinn ferðatíma sem tapaðar stundir. Vissulega lengir það líka tímann í vöru- og farþegaflutningum. Tíma sem í auknum mæli hefur kallað á hraða um og yfir 90 km/klst til að standast miðað við hraðann á mörgum rútum og flutningabílum. Tilheyrandi mengun og umferðarálag er ekki einkamál viðkomandi aðila. Byrjum á að lækka hraðann í skrefum og komum aðeins seinna á áfangastað næst. Bent er á að þau sem keyra hægt stuðli að meiri framúrakstri og vissulega safnast lengri bílaraðir. Á hinn bóginn er auðveldara að fara fram úr þeim sem keyra hægar. Ef ég „haga mér almennilega“ í umferðinni og keyri á 90+, þá er það engin lausn því fyrr en varir er einhver kominn allt of nálægt og liggur á að komast framhjá. Vegirnir eru sífellt að breikka og batna en vegakerfið hér verður seint hraðbrautakerfi. Sama hve bílarnir verða góðir og vegirnir fínir, vegakerfið er sveitavegakerfi ef svo má segja með vinstri beygjum inn á afleggjara þvert á umferð á móti og ótal hægribeyjum án afreina inn á útskot og afleggjara. Þannig vegakerfi er ekki fyrir meiri hraða. Elskum við sjálf okkur nógu mikið til að draga úr streitunni? Elskum við börnin okkar nægilega til að minnka hraðann? Þau taka jú við heitu jörðinni eftir 20 ár, muniði. Eigum við að kynda undir bálið með því að viðhalda þessari biluðu umferðarmenningu? Ég ætla í þann hóp sem segir nei takk við því og held að sá hópur fari stækkandi.Höfundur er leiðsögumaður og jógakennari Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrönn Baldursdóttir Loftslagsmál Samgöngur Umferðaröryggi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Ég er ennþá á bensínbíl því miður en mun skipta í umhverfisvænni bíl um leið og ég hef ráð á því. Þangað til menga ég andrúmsloftið og mér þykir það leitt. Því hef ég tamið mér meiri sparakstur til að gera þó eitthvað í málunum, minnka hröðun og keyra hægar. Það er nokkuð auðvelt í borginni þó ég láti stundum berast með straumnum í Ártúnsbrekkunni eða Reykjanesbrautinni en erfiðara á þjóðvegunum. Tíðarandinn í dag segir okkur að keyra þar að lágmarki á 90 hvort sem þú ert á fólksbíl, með fellihýsi, hjólhýsi, á húsbíl eða á rútu. Ég hef tuðað við sjálfa mig og aðra en hef nú tekið þá ákvörðun að keyra á 80 km hraða þar sem ég var áður á 90 km/klst. Já ég er ein af þeim mörgu sem hef haldið mig á 90 km hraða og oft verið fyrir á vegunum. Nú verð ég fyrir enn fleirum en er hætt að láta það trufla mig. Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun eru aðallega tvær, streita og mengun. Fyrst um streituna en ég veit að ég er ekki ein um að finna til streitu á þjóðvegunum. Þið þekkið þetta. Mikill hraði, stutt milli bíla, glannalegur framúrakstur og troðningur og það hækkar eðlilega streitustigið og nóg er það fyrir í samfélaginu. Best að nefna að ég er ágætis bílstjóri og ræð vel við að keyra í umferðinni á vegaköflunum að höfuðborginni á annatímum. Ég ætla bara ekki lengur að bjóða sjálfri mér upp á þann kappakstur. Höfum í huga að streita er eitt af því skaðlegasta fyrir heilsuna í dag og er spáð verða mesti heilsuskaðvaldur framtíðarinnar. Ef ferðum um landið þarf að fylgja streituhormónabað þá segi ég nei takk við hraða því ég vil ekki hætta eigin heilsu og hætti heldur ekki að ferðast á milli staða. Við þurfum að breyta um takt í þjóðfélaginu og ég ætla að njóta frekar en þjóta. Varðandi mengunina þá er lífsskilyrðum á jörðinni stefnt í voða vegna hennar. Við höfum stuttan tíma til stefnu í að hindra skelfilega þróun og er jarðefnaeldsneyti að stórum hluta kennt um. Það skiptir því máli að keyra hægar til að spara eldsneyti. Einhverjum gæti þótt þessi breyting sem dropi í hafi en það má byrja þarna. Allur bílafloti landsins hlýtur að hafa eitthvað að segja á meðan hann er að mestu knúinn af jarðefnaeldsneyti. Verðum við ekki að taka okkur saman? Þetta yrði vissulega áskorun og breyting sem þarf að gefa sér tíma í. Aðlagast tilhugsuninni að fórna af eigin tíma og vera lengur á milli staða. Okkur langar öll að fara í ferðir hingað og þangað um landið án þess að það taki „eilífð“. Rétt eins og hægt er að spara aurinn og kasta krónunni þá er hægt að spara innihaldslítinn tíma og kasta gæðatíma. Við gætum gert ferðalagið að meiri gæðatíma með því að slá örlítið af hraðanum og ekki þarf að líta á aukinn ferðatíma sem tapaðar stundir. Vissulega lengir það líka tímann í vöru- og farþegaflutningum. Tíma sem í auknum mæli hefur kallað á hraða um og yfir 90 km/klst til að standast miðað við hraðann á mörgum rútum og flutningabílum. Tilheyrandi mengun og umferðarálag er ekki einkamál viðkomandi aðila. Byrjum á að lækka hraðann í skrefum og komum aðeins seinna á áfangastað næst. Bent er á að þau sem keyra hægt stuðli að meiri framúrakstri og vissulega safnast lengri bílaraðir. Á hinn bóginn er auðveldara að fara fram úr þeim sem keyra hægar. Ef ég „haga mér almennilega“ í umferðinni og keyri á 90+, þá er það engin lausn því fyrr en varir er einhver kominn allt of nálægt og liggur á að komast framhjá. Vegirnir eru sífellt að breikka og batna en vegakerfið hér verður seint hraðbrautakerfi. Sama hve bílarnir verða góðir og vegirnir fínir, vegakerfið er sveitavegakerfi ef svo má segja með vinstri beygjum inn á afleggjara þvert á umferð á móti og ótal hægribeyjum án afreina inn á útskot og afleggjara. Þannig vegakerfi er ekki fyrir meiri hraða. Elskum við sjálf okkur nógu mikið til að draga úr streitunni? Elskum við börnin okkar nægilega til að minnka hraðann? Þau taka jú við heitu jörðinni eftir 20 ár, muniði. Eigum við að kynda undir bálið með því að viðhalda þessari biluðu umferðarmenningu? Ég ætla í þann hóp sem segir nei takk við því og held að sá hópur fari stækkandi.Höfundur er leiðsögumaður og jógakennari
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun