Skoðun

Hryðjuverkamenn eiga að vera nafnlausir

G. Jökull Gíslason skrifar
Enn og aftur er hryðjuverkamanni gefið nafn og andlit.

Þann 10. ágúst réðist maður inn í mosku í Bæring í Noregi með skotvopn og byrjaði að skjóta á þá sem þar voru. Hann var sem betur fer yfirbugaður áður en honum tókst að valda stórskaða. En nú er nafn hans þekkt og andlit hans hefur verið á forsíðum og skjáum heimspressunar. 

Er það ásættanlegt að menn skuli hljóta frægð fyrir það að drepa saklaust fólk. Það að persónugera þá er það sem þeir þrá og að koma skoðunum sínum á framfæri. Enginn málsstaður á að fá athygli sem kostuð er af saklausu blóði. 

Ég er fullkomlega sammála Jacinda Ardern og stjórnvöldum Nýja-Sjálands að slíkir menn eiga ekki vera þekktir. Þeir eiga að vera án nafns og án andlits. Það er ekki frétt sem neinn þarf að vita. Segið frá atvikinu, virðum fórnarlömbin og tókum þátt í harmi aðstadenda þeirra. En um árásarmanninn og skoðanir hans þarf almenningur ekkert að vita. Skiljum það eftir hjá þeim sem vinna við að sporna við slíkum árásum og rannsaka þær. 

Réttahöldin eiga að vera lokuð og maðurinn á að gleymast. Þannig verða slíkar árásir ekki hvati til að aðrir fremji slíkan óhugnað. Skoðanir þeirra hverfa með þeim. Ég held að það sé kominn tími til að við hættum að fjalla um þá sem persónur og gerum þá að „engum“.

Höfundur er rannsóknarlögreglumaður.




Skoðun

Skoðun

Er þetta eðli­legt?

Guðrún Árnadóttir,Guðrún Tara Sveinsdóttir,Hekla Kollmar,Þorgerður Jörundsdóttir skrifar

Sjá meira


×