Strákarnir í átta liða úrslitin á HM eftir sannfærandi sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 15:45 Íslenska 19 ára landsliðið. HSÍ Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslitin á HM U19 í Norður Makedóníu eftir sannfærandi fimm marka sigur á Japan í sextán liða úrslitum í dag. Íslenska liðið vann leikinn 39-34 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk úr 11 skotum og KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði 8 mörk úr 9 skotum. Tumi Steinn, sem var valinn maður leiksins, var mjög öflugur í gegnumbrotunum en hann spilar með Aftureldingu. HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson var síðan með sjö mörk. Haukur Þrastarson kom aftur inn í liðið og var með fjögur mörk en hann átti einnig fjölda stoðsendinga á félags síns. Móthaldarar töldu tólf stoðsendingar á kappann en hann var allt í öllu í sóknarleiknum þrátt fyrir að skjóta bara sex sinnum sjálfur á markið. Íslensku strákarnir enduðu þar með fjögurra leikja sigurgöngu japanska liðsins sem kom á miklu flugi inn í þennan mikilvæga leik. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann en japanska liðið gafst aldrei upp og hékk inn í leiknum. Sigur íslensku strákanna var þó aldrei í mikilli hættu enda voru margir að spila vel í dag. Ísland mætir Egyptalandi í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram strax á morgun. Egyptar unnu sjö marka sigur á Slóvenum fyrr í dag. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik en Japanir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Íslenska liðið bætti aftur við forystuna í upphafi seinni hálfleik og munurinn var lengstum á milli fjögur til sex mörk. Japanir reyndu að leysa leikinn upp í lokin með framliggjandi vörn en strákarnir leystu það mjög vel.Leikmenn Íslands á HM U-19 karla:Markmenn 1 Svavar Ingi Sigmundsson, KA 26 Sigurður Dan Óskarsson, FHÚtileikmenn 3 Dagur Gautason, KA 4 Arnór Snær Óskarsson, Valur 5 Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir 10 Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding 11 Stiven Tobar Valencia, Valur 14 Einar Örn Sindrason, FH 19 Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir 20 Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss 21 Tjörvi Týr Gíslason, Valur 22 Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK 23 Jón Bald Freysson, Fjölnir 24 Blær Hinriksson, HK 25 Haukur Þrastarson, Selfoss 27 Ólafur Brim Stefánsson, ValurHér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá leik Íslands og Japans. Handbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira
Íslenska nítján ára landslið karla í handbolta er komið í átta liða úrslitin á HM U19 í Norður Makedóníu eftir sannfærandi fimm marka sigur á Japan í sextán liða úrslitum í dag. Íslenska liðið vann leikinn 39-34 eftir að hafa verið þremur mörkum yfir í hálfleik, 16-13. Tumi Steinn Rúnarsson var markahæstur í íslenska liðinu með 10 mörk úr 11 skotum og KA-maðurinn Dagur Gautason skoraði 8 mörk úr 9 skotum. Tumi Steinn, sem var valinn maður leiksins, var mjög öflugur í gegnumbrotunum en hann spilar með Aftureldingu. HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson var síðan með sjö mörk. Haukur Þrastarson kom aftur inn í liðið og var með fjögur mörk en hann átti einnig fjölda stoðsendinga á félags síns. Móthaldarar töldu tólf stoðsendingar á kappann en hann var allt í öllu í sóknarleiknum þrátt fyrir að skjóta bara sex sinnum sjálfur á markið. Íslensku strákarnir enduðu þar með fjögurra leikja sigurgöngu japanska liðsins sem kom á miklu flugi inn í þennan mikilvæga leik. Íslenska liðið var með frumkvæðið allan tímann en japanska liðið gafst aldrei upp og hékk inn í leiknum. Sigur íslensku strákanna var þó aldrei í mikilli hættu enda voru margir að spila vel í dag. Ísland mætir Egyptalandi í átta liða úrslitunum en sá leikur fer fram strax á morgun. Egyptar unnu sjö marka sigur á Slóvenum fyrr í dag. Íslenska liðið var fimm mörkum yfir skömmu fyrir hálfleik en Japanir skoruðu tvö síðustu mörk hálfleiksins. Íslenska liðið bætti aftur við forystuna í upphafi seinni hálfleik og munurinn var lengstum á milli fjögur til sex mörk. Japanir reyndu að leysa leikinn upp í lokin með framliggjandi vörn en strákarnir leystu það mjög vel.Leikmenn Íslands á HM U-19 karla:Markmenn 1 Svavar Ingi Sigmundsson, KA 26 Sigurður Dan Óskarsson, FHÚtileikmenn 3 Dagur Gautason, KA 4 Arnór Snær Óskarsson, Valur 5 Goði Ingvar Sveinsson, Fjölnir 10 Tumi Steinn Rúnarsson, Afturelding 11 Stiven Tobar Valencia, Valur 14 Einar Örn Sindrason, FH 19 Hafsteinn Óli Ramos Rocha, Fjölnir 20 Guðjón Baldur Ómarsson, Selfoss 21 Tjörvi Týr Gíslason, Valur 22 Eiríkur Guðni Þórarinsson, HK 23 Jón Bald Freysson, Fjölnir 24 Blær Hinriksson, HK 25 Haukur Þrastarson, Selfoss 27 Ólafur Brim Stefánsson, ValurHér fyrir neðan er hægt að sjá upptöku frá leik Íslands og Japans.
Handbolti Mest lesið Joshua í bílslysi þar sem tveir létust Sport Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Hættir ekki fyrr en hann skorar þúsund mörk Fótbolti Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Enski boltinn „Þegar þú spilar við Gary Anderson er alltaf pláss fyrir flugeldasýningu“ Sport Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag Enski boltinn Skynjar stress hjá Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Sjá meira