Handbolti

„Bindum miklar vonir við Döhler“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sigursteinn Arndal er tekinn við bikarmeisturum FH.
Sigursteinn Arndal er tekinn við bikarmeisturum FH. mynd/stöð 2
„Markmið FH er alltaf að spila um allt. Ég ætla ekki að standa hér og segja að við munum vinna allt en við ætlum að reyna að spila um þessa titla sem í boði eru,“ sagði Sigursteinn Arndal, nýr þjálfari karlaliðs FH í handbolta, í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakkanum.FH, sem varð bikarmeistari á síðasta tímabili, hefur fengið til sín sterka leikmenn í sumar, þ.á.m. þýska markvörðinn Phil Döhler sem kom frá Magdeburg.„Það sem við höfum séð til hans til þessa er lofandi. Við bindum miklar vonir við hann og aðra markverði sem við eigum,“ sagði Sigursteinn.Aðeins Akureyri, sem féll, var með verri hlutfallsmarkvörslu en FH í Olís-deildinni á síðasta tímabili.„Það er ekki hægt að hlaupa frá þeirri tölfræði, að það vantaði eitthvað upp á þar. En þetta er samspil fleiri þátta og við stefnum á að vera með góða vörn og góða markvörslu í vetur.“Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.

Klippa: FH-ingar binda miklar vonir við nýja markvörðinn
 

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.