Handbolti

Bikarmeistararnir fá markvörð frá Magdeburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Phil Döhler ver mark FH næstu tvö árin.
Phil Döhler ver mark FH næstu tvö árin. mynd/fh

Þýski markvörðurinn Phil Döhler hefur skrifað undir tveggja ára samning við bikarmeistara FH. Hann kemur til FH frá þýska stórliðinu Magdeburg.

Döhler, sem er 24 ára, lék aðeins einn leik með Magdeburg í þýsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Þar áður lék hann með Dessau-Roßlauer í þýsku B-deildinni.


FH var með næstverstu hlutfallsmarkvörsluna í Olís-deildinni á síðasta tímabili (28,2%). Döhler á að bæta úr því.

FH varð bikarmeistari á síðasta tímabili í fyrsta sinn síðan 1994. FH-ingar enduðu í 4. sæti Olís-deildarinnar og féllu úr leik fyrir Eyjamönnum, 2-0, í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar.

FH-ingar hafa verið aðsópsmiklir á félagaskiptamarkaðnum í sumar. Auk Döhlers eru Egill Magnússon, Ísak Rafnsson og Leonharð Þorgeir Harðarson komnir til liðsins.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.