Auðlindahagkerfið Þorsteinn Víglundsson skrifar 16. ágúst 2019 07:00 Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Þorsteinn Víglundsson Mest lesið 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Skoðun Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ísland er auðugt samfélag; lífskjör góð, landsframleiðsla á mann er hér mjög há og þjóðin einstaklega heilbrigð og hamingjusöm í alþjóðlegum samanburði. Auðlegð okkar hefur hingað til byggst á mikilli nýtingu náttúruauðlinda, enda fámenn þjóð í stóru og auðlindaríku landi. Á þessum grunni höfum við byggt upp öflugt og gott velferðarsamfélag. Á lýðveldistímanum höfum við stóraukið ásókn okkar í náttúruauðlindir landsins. Fiskafli okkar hefur þrefaldast, raforkuframleiðsla 200-faldast og fjöldi ferðamanna fjögur hundruð-faldast. Útflutningstekjur okkar af náttúruauðlindum hafa farið úr tæpum 180.000 krónum á íbúa í rúmar 2,8 milljónir króna. Fyrir komandi kynslóðir er eðlilegt að spyrja hvort við getum vænst áfram svo mikillar aukningar í auðlindanýtingu eða erum við að nálgast þolmörkin? Áhyggjuefni er hversu lítið við höfum aukið útflutningstekjur okkar á grundvelli þekkingargreina. Þær hafa staðið í stað undangenginn áratug. Ekki vantar hugvitið eða þróttinn í þessum fyrirtækjum, það vitum við, en þau gefast upp eða hverfa úr landi vegna lélegra rekstrarskilyrða. Skýringin á þessu er einföld. Við búum við lítinn og óstöðugan gjaldmiðil sem skapar þessum fyrirtækjum óviðunandi rekstrarskilyrði. Þekkingarfyrirtæki ráða illa við þessar sveiflur enda kostnaður þeirra að stærstum hluta laun og annar innlendur kostnaður. Krónan grefur undan samkeppnishæfni þessara fyrirtækja með reglulegu millibili svo þau ýmist leggja upp laupana eða hrökklast úr landi. Að óbreyttu munum við dragast aftur úr öðrum þjóðum hvað lífsgæði varðar. Fjórðu iðnbyltingunni munu fylgja mikil tækifæri en um leið miklar breytingar. Hætt er við því að ungt fólk kjósi með fótunum ef ekki tekst að skapa viðunandi atvinnutækifæri og lífskjör hér á landi. Reynsla byggðaþróunar undanfarinna áratuga ætti að kenna okkur það. Ætlum við sem þjóð áfram að byggja einvörðungu á auðlindanýtingu í krónuhagkerfi með tilheyrandi fábreytni í atvinnulífinu eða ætlum við að taka þátt í framtíðinni með áherslu á þekkingargreinar og alþjóðlegan gjaldmiðil sem tryggir rekstrargrundvöll þeirra? Velferð framtíðarkynslóða þessa lands veltur á hvernig til tekst.Höfundur er varaformaður Viðreisnar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun