Enski boltinn

Umboðsmaður Özil mættur til Bandaríkjanna til að ræða við DC United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mesut Özil gæti verið á leið til Bandaríkjanna.
Mesut Özil gæti verið á leið til Bandaríkjanna. vísir/getty
xUmboðsmaður og fylgdarlið Mesut Özil eru nú mættir til Bandaríkjanna þar sem þeir munu ræða við DC United um möguleg félagaskipti Þjóðverjans.Wayne Rooney yfirgefur DC í október til þess að verða spilandi aðstoðarþjálfari hjá Derby og á því DC eitthvað af peningum til þess að borga nýrri stórstjörnu.

Özil hefur verið orðaður burt frá Englandi og þær sögur hafa verið enn háværari eftir að glæpagengi hafa verið á eftir Özil sem og liðsfélaga hans hjá Arsenal, Sead Kolasinac.Miðjumaðurinn knái er launahæsti leikmaður Arsenal og verður að öllum líkindum að taka á sig dágóða launahækkun verði að félagaskiptunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.