Enski boltinn

Umboðsmaður Özil mættur til Bandaríkjanna til að ræða við DC United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mesut Özil gæti verið á leið til Bandaríkjanna.
Mesut Özil gæti verið á leið til Bandaríkjanna. vísir/getty

xUmboðsmaður og fylgdarlið Mesut Özil eru nú mættir til Bandaríkjanna þar sem þeir munu ræða við DC United um möguleg félagaskipti Þjóðverjans.

Wayne Rooney yfirgefur DC í október til þess að verða spilandi aðstoðarþjálfari hjá Derby og á því DC eitthvað af peningum til þess að borga nýrri stórstjörnu.
Özil hefur verið orðaður burt frá Englandi og þær sögur hafa verið enn háværari eftir að glæpagengi hafa verið á eftir Özil sem og liðsfélaga hans hjá Arsenal, Sead Kolasinac.

Miðjumaðurinn knái er launahæsti leikmaður Arsenal og verður að öllum líkindum að taka á sig dágóða launahækkun verði að félagaskiptunum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.