Handbolti

Sex marka tap gegn Frökkum og strákarnir spila um 7. sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Heimir Ríkharðsson ræðir við sína menn.
Heimir Ríkharðsson ræðir við sína menn. MYND/INSTAGRAM/HSI

Íslenska landsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði í dag gegn Frökkum með sex mörkum, 30-24, í umspili um sæti fimm til átta á HM í Makedóníu.

Frakkarnir tóku völdin strax frá fyrstu mínútu og voru sterkari en strákarnir okkar. Þeir leiddu 7-4 eftir stundarfjórðung og voru svo sex mörkum yfir í hálfleik, 16-10.

Eftir það var á rammann reip að draga en leikurinn varð aldrei spennandi í síðari hálfleik. Strákarnir náðu mest að minnka muninn í þrjú mörk en lokatölur 30-24.

Dagur Gautason fór á kostum í íslenska liðinu. KA-maðurinn var langmarkahæstur en hann gerði átta mörk úr tíu skotum. FH-ingurinn Einar Örn Sindrason og HK-ingurinn Eiríkur Guðni Þórarinsson komu næstir með þrjú mörk.

Íslenska liðið leikur því um sjöunda til áttunda sætið á morgun en mótherjinn þar verður annað hvort Ungverjaland eða Spánn. Þau mætast síðar í dag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.