Handbolti

Geir á leið í þýsku úrvalsdeildina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Geir Sveinsson.
Geir Sveinsson.

Handknattleiksþjálfarinn Geir Sveinsson var í dag ráðinn þjálfari þýska úrvalsdeildarliðsins HSG Nordhorn.

Þýska félagið greinir frá þessu á heimasíðu sinni í dag og þar kemur fram að Geir geri tveggja ára samning við félagið. Hann stýrir sinni fyrstu æfingu hjá félaginu í kvöld.

Geir segir í samtali við heimasíðu Nordhorn að hann hafi ekki þurft að hugsa sig tvisvar um er kallið kom frá félaginu.

Nordhorn er nýliði í þýsku úrvalsdeildinni. Þetta verður í annað sinn sem Geir þjálfar í þýsku úrvalsdeildinni en hann var áður þjálfari hjá Magdeburg.

Geir þjálfaði lið Akureyrar síðari hluta síðasta tímabils í Olís-deildinni. Hann var landsliðsþjálfari í tvö ár og Geir hefur einnig þjálfað austurríska félagið Bregenz.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.