Bjargvætturinn Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórnmálamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki nema von að unga fólkið sé hrætt. Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir: Maðurinn sem bjargaði heiminum. Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðsforingi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið 1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkjamenn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkjunum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flugskeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að svo væri en ákvað að aðhafast ekkert. Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerðarmenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós. Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína, en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok myndar. „Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“ Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað. Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt að standa saman. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Sjá meira
Ungmenni heimsins lifa mörg hver í ótta við afleiðingar loftslagsbreytinga sem víða hafa skelfileg áhrif. Þau þreytast ekki á að minna hina fullorðnu, sem eiga víst að vera ábyrgðarfullu manneskjurnar á þessari plánetu, á nauðsyn þess að grípa til aðgerða. Víða tala ungmennin fyrir daufum eyrum og fá jafnvel þau skilaboð frá stjórnmálamönnum að halda sig inni í skólastofum og láta af hávaða og hysteríu. Þegar valdafólk sem hefur áhrif og ætti að vera ábyrgðarfullt skeytir ekki um hættu eins og þá sem stafar af loftslagsbreytingum er ekki nema von að unga fólkið sé hrætt. Fyrir áratugum ólst ungt fólk upp við annars konar hættu og í svefni fékk það jafnvel martraðir, svo skelfileg var ógnin. Æskan óttaðist kjarnorkustríð og hafði sannarlega ástæðu til. Það stríð varð ekki, en litlu mátti muna eins og fjallað var um í stórmerkilegri heimildarmynd sem RÚV sýndi á dögunum og heitir: Maðurinn sem bjargaði heiminum. Hetjan í þessari sönnu sögu er Stanislav Petrov, liðsforingi sem var á vakt í stjórnstöð sovéska hersins árið 1983 þegar mælitæki gáfu til kynna að Bandaríkjamenn hefðu skotið kjarnaflaugum í átt að Sovétríkjunum. Samkvæmt reglum átti hann að tilkynna árás sem umsvifalaust yrði svarað með því að senda flugskeyti til Bandaríkjanna. Í heimildarmyndinni kom fram að slík árás á Bandaríkin hefði kostað helming Bandaríkjamanna lífið. Fleiri árásir frá báðum aðilum hefðu fylgt í kjölfarið með þeim afleiðingum að Jörðin hefði orðið að eyðimörk. Petrov taldi líklegast að bilun væri í mælitækjum. Hann var engan veginn viss um að svo væri en ákvað að aðhafast ekkert. Í heimildarmyndinni sem er frá árinu 2014 og mun hafa verið gerð á tíu ára tímabili eltu kvikmyndagerðarmenn Petrov, sem þá var gamall maður og alls ekki fús til að ræða við þá. „Fjárans blaðasnápar, hunskist út úr mínum húsum!“ æpti hann. Maðurinn sem bjargaði heiminum var afundinn, tortrygginn og skaphundur hinn mesti. Honum virtist ekki þykja sérlega vænt um mannkynið. Samt hafði hann bjargað því. Nokkuð sem hann hélt leyndu árum saman. Það var ekki fyrr en áratugum seinna sem þáttur hans varð ljós. Þegar leið á þessa merkilegu mynd opinberaðist að undir hrjúfu yfirborði var góður maður sem hafði upplifað sorgir sem höfðu markað hann. Hann hafði misst eiginkonu sína úr krabbameini og virtist sakna hennar afar sárt og lifði í mikilli ósátt við móður sína, en milli þeirra tókst óvænt og falleg sátt undir lok myndar. „Menn hafa ekkert lært af sögunni,“ sagði Petrov í myndinni. Hann benti á náttúruna og sagði: „Ímyndið ykkur að allt þetta hyrfi á sekúndubroti.“ Í dag, tveimur árum eftir lát Petrovs, vofir vá yfir mannkyni. Vá sem mannkynið hefur sjálft skapað. Loftslagsbreytingar munu ekki valda því að náttúra og líf hverfi á sekúndubroti, en verði ekki brugðist við blasa hamfarir við. Enginn einn maður getur stöðvað þær. Í þessum björgunarleiðangri þarf mannkyn allt að standa saman.
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar