„Mjög stoltur og þetta er mikill heiður“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. ágúst 2019 14:08 Arnar gerði ÍBV að þreföldum meisturum á sínu síðasta tímabili með liðið. vísir/andri marinó „Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu. Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
„Þetta leggst mjög vel í mig. Ég er mjög stoltur og finnst mjög mikill heiður að vera boðið að taka landslið að mér,“ sagði Arnar Pétursson í samtali við Vísi eftir blaðamannafundinn þar sem hann var kynntur sem nýr þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta. Eyjamaðurinn skrifaði undir tveggja ára samning við HSÍ. Hann tekur við kvennalandsliðinu af Axel Stefánssyni sem var með það í þrjú ár.Axel ákvað að framlengja ekki samning sinn við HSÍ sem hafði þá samband við Arnar. Hann segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um þegar honum var boðið að taka við kvennalandsliðinu. „Í raun og veru ekki. Þetta kom upp á ágætis tíma hjá mér hvað varðar þjálfun. Þessi baktería lifir ansi sterkt í manni,“ sagði Arnar. Hann starfar við fiskútflutning og segir að þjálfun landsliðs henti betur með því en þjálfun félagsliðs. „Það gerir það. Ég verð að viðurkenna það. Þetta eru nokkrar tarnir og þægilegra við að eiga með annarri vinnu.“ Fer brattur inn í þettaUndir stjórn Arnars varð ÍBV tvisvar sinnum Íslandsmeistari, einu sinni bikar- og deildarmeistari og vann auk þess 1. deildina.mynd/hsíFyrsta verkefni Arnars með kvennalandsliðið er undankeppni EM 2020 sem hefst í haust. Ísland er þar í mjög sterkum riðli ásamt heims- og Evrópumeisturum Frakklands, Króatíu og Tyrklandi. „Ég fer svolítið brattur inn í þetta. Auðvitað er verkefnið krefjandi og ansi stórt,“ sagði Arnar en fyrstu leikirnir í undankeppninni eru útileikur gegn Króatíu og heimaleikur gegn Frakklandi í lok september. „Það sem ég vonast eftir að gerist á þeim tíma sem ég er með liðið er að við tökum skref fram á við og bætum okkar leik.“ Ísland komst á þrjú stórmót í röð á árunum 2010-12 en uppskera síðustu ára hefur verið frekar rýr. Arnar segir að íslenska liðið eigi nokkuð langt í land til að komast aftur á þann stall sem það var á en hann sér sóknarfæri í stöðunni. „Draumamarkmiðið er að ná því en við þurfum nokkuð mörg skref til þess og það tekur tíma,“ sagði Arnar sem líst vel á leikmannahóp íslenska liðsins. „Það er góð blanda í liðinu. Við erum með reynslumikla og frábæra leikmenn sem hafa skilað sínu í gegnum tíðina í bland við ungar stelpur sem hafa komið sterkar inn í liðið. Mér líst mjög vel á þetta,“ sagði Arnar að endingu.
Handbolti Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35 Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Handbolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Reynst sannspár undanfarin ár og spáir nú fyrir gengi Íslands á EM Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Sjá meira
Axel hættir með kvennalandsliðið Axel Stefánsson hefur sagt skilið við kvennalandsliðið. 31. júlí 2019 20:35
Arnar Pétursson tekur við kvennalandsliðinu í handbolta Handknattleiksamband Íslands var ekki lengi að finna eftirmann Axels Stefánssonar en tilkynnt var í gær að Axel hætti með kvennalandsliðið eftir þriggja ára starf. 1. ágúst 2019 13:00