Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. ágúst 2019 16:24 Flugfélagið WOW air varð gjaldþrota í lok mars. Aðstandendur WAB air hyggjast reisa félagið á grunni WOW en kaupa þó ekkert úr þrotabúi hins fallna flugfélags. vísir/vilhelm WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Um tíu starfsmenn félagsins mættu til vinnu í morgun en einn stofnenda gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun í starfsliðinu næsta mánuðinn.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en hafði þó eftir heimildum sínum að um væri að ræða 600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air og fyrrverandi stjórnarmaður í WOW air, segir í samtali við Vísi að skrifstofurými félagsins sé í Hafnarfirði. Rýmið undir starfsemi WAB air sé um 300 fermetrar.Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air.Mynd/Stöð 2Félagið fékk húsnæðið afhent á föstudag og um tíu starfsmenn mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun, að sögn Sveins. Hann segir að starfsmennirnir vinni nú flestir í flugrekstrarleyfinu en WAB air sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Sveinn gerir jafnframt ráð fyrir því að starfsmenn félagsins verði orðnir 20-30 talsins innan mánaðar. Þá segir Sveinn aðspurður að allt gangi samkvæmt áætlun. Ekki sé þó komin dagsetning á jómfrúarflug WAB air en markmiðið hafi verið að fara af stað í haust. Sveinn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí að unnið væri að því að ráða starfsfólk og finna húsnæði undir WAB air. Þá sagði hann að búið væri að tryggja fjármögnun flugfélagsins og vel gangi að fá flugvélar. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlintik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Fréttir af flugi Hafnarfjörður Play WOW Air Tengdar fréttir Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00 Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. Um tíu starfsmenn félagsins mættu til vinnu í morgun en einn stofnenda gerir ráð fyrir töluverðri fjölgun í starfsliðinu næsta mánuðinn.Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu í dag en hafði þó eftir heimildum sínum að um væri að ræða 600 fermetra skrifstofuhúsnæði í Garðabæ. Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air og fyrrverandi stjórnarmaður í WOW air, segir í samtali við Vísi að skrifstofurými félagsins sé í Hafnarfirði. Rýmið undir starfsemi WAB air sé um 300 fermetrar.Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air.Mynd/Stöð 2Félagið fékk húsnæðið afhent á föstudag og um tíu starfsmenn mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun, að sögn Sveins. Hann segir að starfsmennirnir vinni nú flestir í flugrekstrarleyfinu en WAB air sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Sveinn gerir jafnframt ráð fyrir því að starfsmenn félagsins verði orðnir 20-30 talsins innan mánaðar. Þá segir Sveinn aðspurður að allt gangi samkvæmt áætlun. Ekki sé þó komin dagsetning á jómfrúarflug WAB air en markmiðið hafi verið að fara af stað í haust. Sveinn sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í júlí að unnið væri að því að ráða starfsfólk og finna húsnæði undir WAB air. Þá sagði hann að búið væri að tryggja fjármögnun flugfélagsins og vel gangi að fá flugvélar. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlintik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.
Fréttir af flugi Hafnarfjörður Play WOW Air Tengdar fréttir Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00 Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Fleiri fréttir Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Sjá meira
Búið sé að tryggja fjármögnun WAB air: „Við erum vongóðir um að þetta gangi allt upp“ Kaup bandarísks flugrekanda á öllum rekstrartengdum eignum úr þrotabúi WOW air hefur engin áhrif á stofnun nýs lággjaldaflugfélags sem ber vinnuheitið WAB air. 15. júlí 2019 19:00
Samgöngustofa getur ekki sagt til um afgreiðslutíma á flugrekstrarleyfi fyrir WAB air Ekki er hægt að fullyrða hversu langan tíma tekur að fara yfir umsókn um flugrekstrarleyfi samkvæmt upplýsingum frá Samgöngustofu. Greint var frá því í gær að búið væri að sækja um flugrekstrarleyfi fyrir nýtt lággjaldaflugfélag sem ber vinnuheitið WAB air. 16. júlí 2019 12:00
Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00