Handbolti

Íslensku stelpurnar komnar í undanúrslitin á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi. Mynd/Instagram/hsi_iceland
Íslenska sautján ára landslið kvenna í handbolta er komið í undanúrslit á EM-b á Ítalíu eftir átta marka sigur á Kósóvó í dag.Íslenska liðið vann leikinn 27-19 eftir að hafa verið 12-8 yfir í hálfleik.Íslensku stelpurnar höfðu áður unnið Ísrael (24-19), Tyrkland (32-22) og Tékkland (26-24). Þær kláruðu því riðilinn með fullu húsi stiga og 25 mörkum í plús.Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi en hún skoraði átta mörk í leiknum. Jóhanna Margrét spilar með Kongsvinger IL í Noregi.Hanna Karen Ólafsdóttir úr Fylki og Rakel Sara Elvarsdóttir úr KA/Þór skoruðu báðar fimm mörk í leiknum í dag.Næsti leikur íslenska liðsins er á laugardaginn klukkan þrjú að íslenskum tíma en þá spila stelpurnar í undanúrslitum keppninnar

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.