Handbolti

Íslensku stelpurnar komnar í undanúrslitin á Ítalíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi. Mynd/Instagram/hsi_iceland

Íslenska sautján ára landslið kvenna í handbolta er komið í undanúrslit á EM-b á Ítalíu eftir átta marka sigur á Kósóvó í dag.

Íslenska liðið vann leikinn 27-19 eftir að hafa verið 12-8 yfir í hálfleik.

Íslensku stelpurnar höfðu áður unnið Ísrael (24-19), Tyrkland (32-22) og Tékkland (26-24). Þær kláruðu því riðilinn með fullu húsi stiga og 25 mörkum í plús.

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi en hún skoraði átta mörk í leiknum. Jóhanna Margrét spilar með Kongsvinger IL í Noregi.

Hanna Karen Ólafsdóttir úr Fylki og Rakel Sara Elvarsdóttir úr KA/Þór skoruðu báðar fimm mörk í leiknum í dag.

Næsti leikur íslenska liðsins er á laugardaginn klukkan þrjú að íslenskum tíma en þá spila stelpurnar í undanúrslitum keppninnar


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.