Golf

Saga og Hulda Clara efstar hjá konunum eftir fyrsta dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saga Traustadóttir byrjar vel á heimavelli.
Saga Traustadóttir byrjar vel á heimavelli. Mynd/GSÍmyndir
Heimakonan Saga Traustadóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG eru efstar og jafnar eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli.Saga og Hulda Clara lék á tveimur höggum undir pari og hafa eins högg forskot á ríkjandi Íslandsmeistara, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili. Þessar þrjár voru þær einu sem léku undir pari á fyrsta hring.Skorkort Sögu var litríkara með þremur fuglum, einum erni og þremur skollum. Hulda Clara var með einn fugl, einn örn og einn skolla en hún paraði síðustu tólf holurnar á hringnum.Staðan í meistaraflokki kvenna eftir fyrstu 18 holurnar:

1. Saga Traustadóttir, GR -2

1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG -2

3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -1

4. Berglind Björnsdóttir, GR +2

4. Nína Björk Geirsdóttir, GM +2

6. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR +3

6. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK +3

8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +4

8. Ásdís Valtýsdóttir, GR +4

8. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +4

8. Eva Karen Björnsdóttir, GR +4

12. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +5

12. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD +5

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.