Handbolti

Stórleikur Hauks dugði ekki til gegn Portúgal

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur skoraði níu mörk gegn Portúgal.
Haukur skoraði níu mörk gegn Portúgal. vísir/vilhelm

Ísland tapaði fyrir Portúgal, 24-28, í þriðja leik sínum D-riðli heimsmeistaramóts U-19 ára í handbolta karla. Mótið fer fram í Norður-Makedóníu.

Íslensku strákarnir voru í miklum vandræðum í sókninni í leiknum í dag. Í fyrri hálfleik skoruðu þeir aðeins tíu mörk gegn 15 mörkum Portúgala.

Ísland náði aldrei að minnka muninn í meira en tvö mörk í seinni hálfleik. Á endanum munaði fjórum mörkum á liðunum, 24-28.

Haukur Þrastarson var langbesti leikmaður Íslands í leiknum. Selfyssingurinn skoraði níu mörk. Arnór Snær Óskarsson og Einar Örn Sindrason skoruðu fjögur mörk hvor.

Markvarsla íslenska liðsins var afleit í leiknum í dag. Þeir Sigurður Dan Óskarsson og Svavar Sigmundsson vörðu samtals fjögur af þeim 32 skotum sem þeir fengu á sig (13%).

Næsti leikur Íslands er gegn Serbíu á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.