Golf

Guðrún komin með þriggja högga forystu á Íslandsmótinu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Brá lék á tveimur höggum undir pari í dag.
Guðrún Brá lék á tveimur höggum undir pari í dag. MYND/GSÍMYNDIR/SETH

Íslandsmeistarinn Guðrún Brá Björgvinsdóttir er með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli.

Guðrún Brá lék afar vel á fyrri níu holunum þar sem hún fékk þrjá fugla og einn örn. Á seinni níu fékk sjö pör og tvo skolla.

Íslandsmeistarinn lék á tveimur höggum undir pari í dag og er samtals á þremur höggum undir pari. Nína Björk Geirsdóttir lék einnig á tveimur höggum undir pari í dag en þær Guðrún Brá voru þær einu sem léku undir parinu í dag. Nína Björk er í 2. sæti á pari.

Saga Traustadóttir, sem var með forystu eftir fyrsta hringinn ásamt Huldu Clöru Gestsdóttur, er í 3. sæti á samtals einu höggi yfir pari. Hún lék á á þremur höggum yfir pari í dag.

Hulda Clara náði sér ekki á strik í dag, lék á sjö höggum yfir pari og er í 5. sæti á samtals fimm höggum yfir pari. Berglind Björnsdóttir er fjórða á samtals fjórum höggum yfir pari.

Þrettán kylfingar komust ekki í gegnum niðurskurðinn sem miðaðist við 18 högg yfir pari. Eftir standa því 22 kylfingar.

Staðan í kvennaflokki eftir fyrstu tvo hringina:
1. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -3
2. Nína Björk Geirsdóttir, GM par
3. Saga Traustadóttir, GR +1
4. Berglind Björnsdóttir, GR +4
5. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG +5
6. Ásdís Valtýsdóttir, GR +6
7. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +7
8. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +9
8. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK +9
10. Heiðrún Anna Hlynsdóttir, GOS +10
10. Ragnhildur Kristinsdóttir, GR +10


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.