Golf

Saga og Hulda Clara efstar hjá konunum eftir fyrsta dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Saga Traustadóttir byrjar vel á heimavelli.
Saga Traustadóttir byrjar vel á heimavelli. Mynd/GSÍmyndir

Heimakonan Saga Traustadóttir úr GR og Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG eru efstar og jafnar eftir fyrsta dag á Íslandsmótinu í golfi sem fer fram á Grafarholtsvelli.

Saga og Hulda Clara lék á tveimur höggum undir pari og hafa eins högg forskot á ríkjandi Íslandsmeistara, Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur úr Keili. Þessar þrjár voru þær einu sem léku undir pari á fyrsta hring.

Skorkort Sögu var litríkara með þremur fuglum, einum erni og þremur skollum. Hulda Clara var með einn fugl, einn örn og einn skolla en hún paraði síðustu tólf holurnar á hringnum.

Staðan í meistaraflokki kvenna eftir fyrstu 18 holurnar:
1. Saga Traustadóttir, GR -2
1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG -2
3. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK -1
4. Berglind Björnsdóttir, GR +2
4. Nína Björk Geirsdóttir, GM +2
6. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR +3
6. Hafdís Alda Jóhannsdóttir, GK +3
8. Ragnhildur Sigurðardóttir, GR +4
8. Ásdís Valtýsdóttir, GR +4
8. Anna Sólveig Snorradóttir, GK +4
8. Eva Karen Björnsdóttir, GR +4
12. Helga Kristín Einarsdóttir, GK +5
12. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD +5Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.