Handbolti

Lazarov stofnar handboltafélag í heimalandinu og skýrir það eftir sjálfum sér

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lazarov í baráttu við Ólaf Gústafsson í leik Norður-Makedóníu og Íslands á HM í janúar.
Lazarov í baráttu við Ólaf Gústafsson í leik Norður-Makedóníu og Íslands á HM í janúar. vísir/getty
Kiril Lazarov, einn besti handboltamaður seinni ára, hefur stofnað handboltafélag í heimalandinu, Norður-Makedóníu.

Félagið ber nafnið KL7 og hefur leik í B-deildinni í Norður-Makedóníu.

Lazarov, sem er 39 ára, hefur leikið með Nantes í Frakklandi síðan 2017.

Hann hefur leikið með mörgum af stærstu félögum Evrópu á ferlinum. Hann lék m.a. með Veszprém á árunum 2002-07, Ciudad og Atlético Madrid 2010-13 og Barcelona 2013-17.

Hann hefur tvisvar sinnum unnið Meistaradeild Evrópu og markahæstur í sögu hennar. Þá hefur hann bæði orðið markakóngur HM og EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×