Handbolti

Stelpurnar leika um 5. sætið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslensku stelpurnar kátar eftir leikinn.
Íslensku stelpurnar kátar eftir leikinn. mynd/hsí

Ísland spilar um 5. sætið á EM U-19 ára í handbolta kvenna sem fer fram í Búlgaríu.

Þetta var ljóst eftir sigur Íslendinga á Finnum, 23-19, í dag. Staðan í hálfleik var 12-9, Íslandi í vil.

Lena Margrét Valdimarsdóttir, Birta Rún Grétarsdóttir og Anna Hansdóttir skoruðu allar fimm mörk fyrir Ísland. Alexandra Líf Arnarsdóttir skoraði þrjú mörk.

Jónína Hlín Hansdóttir var valin maður leiksins en hún lék vel í íslensku vörninni eins og hún hefur gert allt mótið.

Ísland mætir annað hvort Ísrael eða Grikklandi í leiknum um 5. sætið á EM klukkan 13:00 á morgun.

Jónína Hlín Hansdóttir var valin maður leiksins. mynd/hsí


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.