Handbolti

Ísland hafnaði í 5.sæti eftir sigur á Grikkjum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Facebook/HSÍ

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri lauk keppni í 5.sæti B-deildar EM kvenna eftir sjö marka sigur á Grikklandi í dag.

Aldrei var spurning um hvoru megin sigurinn myndi lenda í leiknum um 5.sætið í dag en íslensku stelpurnar höfðu sex marka forystu í leikhléi, 18-12.

Fór að lokum svo að öruggur sigur vannst, 29-22 og fimmta sætið tryggt.

Berta Rut Harðardóttir var atkvæðamest í sóknarleik íslenska liðsins me sex mörk en þær Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og Birta Rún Grétarsdóttir gerðu fjögur mörk hvor og þær Katla María Magnúsdóttir, Tinna Björgvinsdóttir og Anna Hansdóttir þrjú mörk hver.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.