Handbolti

Sautján ára strákarnir unnu stórkostlegan sigur á Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ísak Haddsson og Arnór Viðarsson spiluðu vel á móti Frökkum og voru saman með sautján mörk.
Arnór Ísak Haddsson og Arnór Viðarsson spiluðu vel á móti Frökkum og voru saman með sautján mörk. Mynd/Instagram/hsi_iceland
Íslenska sautján ára landsliðs karla í handbolta vann sex marka sigur á Frökkum, 37-31, í fyrsta leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú í Aserbaísjan.

Ísland leikur í B-riðli ásamt Frökkum, Króötum og Slóvenum. Strákarnir eru því í riðli með miklum handboltaþjóðum og því frábært hjá þeim að vinna fyrsta leik.

Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13, og unnu síðan seinni hálfleikinn 19-18 í þessum mikla markaleik.

Arnórarnir í liðinu fóru mikinn og skoruðu saman sautján mörk. KA-maðurinn Arnór Ísak Haddsson var með 7 mörk og Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson skoraði 10 mörk.

Guðmundur Helgi Pálsson og Maksim Akbachev eru þjálfarar íslenska liðsins.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×