Handbolti

Sautján ára strákarnir unnu stórkostlegan sigur á Frökkum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arnór Ísak Haddsson og Arnór Viðarsson spiluðu vel á móti Frökkum og voru saman með sautján mörk.
Arnór Ísak Haddsson og Arnór Viðarsson spiluðu vel á móti Frökkum og voru saman með sautján mörk. Mynd/Instagram/hsi_iceland

Íslenska sautján ára landsliðs karla í handbolta vann sex marka sigur á Frökkum, 37-31, í fyrsta leik sínum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Bakú í Aserbaísjan.

Ísland leikur í B-riðli ásamt Frökkum, Króötum og Slóvenum. Strákarnir eru því í riðli með miklum handboltaþjóðum og því frábært hjá þeim að vinna fyrsta leik.

Íslenska liðið var fimm mörkum yfir í hálfleik, 18-13, og unnu síðan seinni hálfleikinn 19-18 í þessum mikla markaleik.

Arnórarnir í liðinu fóru mikinn og skoruðu saman sautján mörk. KA-maðurinn Arnór Ísak Haddsson var með 7 mörk og Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson skoraði 10 mörk.

Guðmundur Helgi Pálsson og Maksim Akbachev eru þjálfarar íslenska liðsins.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.