Fyrrum eiginkona NBA-leikmanns á leið í 30 ára fangelsi fyrir morðið á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júlí 2019 10:30 Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, í réttarsalnum í gær. AP/Jim Weber Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Lorenzen Wright spilaði 778 leiki í NBA-deildinni með fimm félögum frá 1996 til 2009. Hann endaði ferilinn með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-09. Rúmu ári síðan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur. Hann átti að hafa yfirgefið húsið með fullt af peningum og eiturlyfjum samkvæmt fyrrum eiginkonu hans. Lík hans fannst tíu dögum síðar en hann hafði verið skotinn til bana og skilinn eftir í mýrlendi í úthverfi Memphis.Former NBA player Lorenzen Wright's ex-wife pleads guilty in his murder case https://t.co/QAzcYMIxlKpic.twitter.com/v0WFPP1ILQ — Sporting News NBA (@sn_nba) July 25, 2019Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, lýsti sig óvænt seka í gær en hún játaði þá að hafa tekið þátt í morðinu á eiginmanni sínum fyrir níu árum síðan. Hún var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi og getur fyrst sloppið út eftir níu ár. Ef hún hefði farið í gegnum réttarhaldið og verið dæmd sek þá átti hún á hættu að vera dæmd í lífstíðarfangelsi. Billy Ray Turner var ákærður fyrir morðið á Lorenzen Wright. Hann og Sherra Wright voru fyrst ákærð fyrir morðið í desmber 2017. Réttarhald hans hefst 16. september en ekki er vitað hvort hún muni bera þar vitni.Sherra Wright, the ex-wife of former NBA player Lorenzen Wright, pleaded guilty to charges of facilitation to commit first-degree murder and facilitation to commit attempted first-degree murder. Lorenzen Wright was found dead in a wooded area in July 2010. https://t.co/A81AlE6Gtp — CNN (@CNN) July 25, 2019 Þau skipulögðu morðið saman og hentu byssunni í Mississippi vatn. Byssan fannst nokkrum vikum áður en þau voru ákærð. Móðir Lorenzen Wright hefur ekki fengið að hitta barnabörnin sín og fékk að koma inn í réttarsalinn eftir að Sherra Wright játaði. „Ég hata það sem kom fyrir barnið mitt en hann skildi eftir falleg börn fyrir ömmu þeirra,“ sagði Deborah Marion, móðir Lorenzen Wright. Deborah Marion vill að Sherra Wright verði í fangelsi öll 30 árin.Lorenzen Wright á síðasta tímabili sínu í NBA 2008-09. Hér er hann í liðsmyndatöku Cleveland Cavaliers.AP/Mark Duncan Bandaríkin NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira
Aðeins ári eftir að þrettán ára NBA-ferli Lorenzen Wright lauk átti fyrrum eiginkona hans stóran þátt í að enda líf hans. Konan heitir Sherra Wright og viðurkenndi sekt sína í réttarsal í Memphis í gær. Lorenzen Wright spilaði 778 leiki í NBA-deildinni með fimm félögum frá 1996 til 2009. Hann endaði ferilinn með Cleveland Cavaliers tímabilið 2008-09. Rúmu ári síðan yfirgaf Lorenzen heimili sitt en sást ekki á lífi aftur. Hann átti að hafa yfirgefið húsið með fullt af peningum og eiturlyfjum samkvæmt fyrrum eiginkonu hans. Lík hans fannst tíu dögum síðar en hann hafði verið skotinn til bana og skilinn eftir í mýrlendi í úthverfi Memphis.Former NBA player Lorenzen Wright's ex-wife pleads guilty in his murder case https://t.co/QAzcYMIxlKpic.twitter.com/v0WFPP1ILQ — Sporting News NBA (@sn_nba) July 25, 2019Sherra Wright, fyrrum eiginkona Lorenzen Wright, lýsti sig óvænt seka í gær en hún játaði þá að hafa tekið þátt í morðinu á eiginmanni sínum fyrir níu árum síðan. Hún var í kjölfarið dæmd í 30 ára fangelsi og getur fyrst sloppið út eftir níu ár. Ef hún hefði farið í gegnum réttarhaldið og verið dæmd sek þá átti hún á hættu að vera dæmd í lífstíðarfangelsi. Billy Ray Turner var ákærður fyrir morðið á Lorenzen Wright. Hann og Sherra Wright voru fyrst ákærð fyrir morðið í desmber 2017. Réttarhald hans hefst 16. september en ekki er vitað hvort hún muni bera þar vitni.Sherra Wright, the ex-wife of former NBA player Lorenzen Wright, pleaded guilty to charges of facilitation to commit first-degree murder and facilitation to commit attempted first-degree murder. Lorenzen Wright was found dead in a wooded area in July 2010. https://t.co/A81AlE6Gtp — CNN (@CNN) July 25, 2019 Þau skipulögðu morðið saman og hentu byssunni í Mississippi vatn. Byssan fannst nokkrum vikum áður en þau voru ákærð. Móðir Lorenzen Wright hefur ekki fengið að hitta barnabörnin sín og fékk að koma inn í réttarsalinn eftir að Sherra Wright játaði. „Ég hata það sem kom fyrir barnið mitt en hann skildi eftir falleg börn fyrir ömmu þeirra,“ sagði Deborah Marion, móðir Lorenzen Wright. Deborah Marion vill að Sherra Wright verði í fangelsi öll 30 árin.Lorenzen Wright á síðasta tímabili sínu í NBA 2008-09. Hér er hann í liðsmyndatöku Cleveland Cavaliers.AP/Mark Duncan
Bandaríkin NBA Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann Fótbolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Hilmar Smári og félagar tapa og tapa „Búnir að tala mikið um það að ná vörninni upp“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Elvar mætir í góðu stuði í landsliðsverkefni ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Tölfræðikerfið klikkaði í Keflavík Sjá meira