Handbolti

Fengu á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik og leika um 5. sætið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Með þessum úrslitum leikur liðið gegn Slóvenum kl. 11:30 á morgun um 5.sætið á mótinu.
Með þessum úrslitum leikur liðið gegn Slóvenum kl. 11:30 á morgun um 5.sætið á mótinu. vísir/hsí
Íslenska handboltalandsliðið skipað leikmönnum sautján ára og yngri vann stórsigur á Aserbaídsjan, 48-11, og leikur því um fimmta sætið á Ólympíuhátið Evrópuæskunnar.

Mótið fer fram í Bakú en sigurvegarinn úr rimmu strákanna í dag myndi spila við Slóveníu um fimmta sætið á morgun. Það fellur því í hlut strákanna okkar.

Strákarnir settu tóninn frá upphafi og fengu aðeins á sig þrjú mörk í fyrri hálfleik. Þeir leiddu með sautján mörkum í hálfleik, 20-3.

Eftirleikurinn var því eðlilega auðveldur en heimamenn í Aserbaídsjan gerðu betur í síðari hálfleik og skoruðu átta mörk. Lokatölur 48-11.

Einar Rafn Magnússon stóð allan tímann í marki Íslands og var með 61% markvörslu. Benedikt Gunnar Óskarsson var markahæstur leikmanna Íslands með 11 mörk. Símon Michael Guðjónsson kom þar á eftir með 8 mörk og Jóhannes Berg Andrason skoraði 5 mörk í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×