Menning

Drungi tilnefnd sem besta glæpasagan í Bretlandi

Ragnar Jónasson getur sannarlega fagnað velgengni.
Ragnar Jónasson getur sannarlega fagnað velgengni. Fréttablaðið/Stefán

Drungi eftir Ragnar Jónasson er tilnefnd sem besta glæpasaga ársins í Bretlandi en verðlaunin verða veitt í haust. Það er útgáfuhluti Amazon-samsteypunnar og Capital Crime glæpasagnahátíðin í London sem standa að verðlaununum.

Alls eru fimm glæpasögur tilnefndar en hinar eru: Cruel Acts eftir Jane Casey, The Sentence is Death eftir Anthony Horowitz, Metropolis eftir Philipp Kerr sem lést í fyrra og In the House of Lies eftir Ian Rankin en bók hans hefur setið vikum saman á metsölulista Sunday Times.

Drungi er eina þýdda bókin af þeim fimm sem sérstök dómnefnd tilnefnir til verðlaunanna. Lesendur hafa síðan síðasta orðið um það hver þessara fimm telst besta glæpasaga ársins í Bretlandi en það verður kunngjört á lokakvöldverði Capital Crime hátíðarinnar í lok september.

Á dögunum birti Blackwell’s bókabúðakeðjan lista yfir hundrað bestu glæpasögur sem komið hafa út og var Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson þar á meðal. Og nýlega valdi Sunday Times Dimmu eftir hann sem eina af hundrað bestu glæpasögum sem komið hafa út frá stríðslokum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.