Handbolti

Gaupi segir það dellu hjá leikmönnum að gefa ekki kost á sér

Benedikt Bóas skrifar
Viktor Gísli Hallgrímsson fer til Spánar en ekki Teitur Örn Einarsson eða Haukur Þrastarson. Þeir gáfu ekki kost á sér.
Viktor Gísli Hallgrímsson fer til Spánar en ekki Teitur Örn Einarsson eða Haukur Þrastarson. Þeir gáfu ekki kost á sér. Vísir/Andri Marinó

Íþróttafréttamaðurinn og einn helsti handboltasérfræðingur landsins, Guðjón Guðmundsson, er ekki sáttur við Hauk Þrastarson, Teit Örn Atlason, Svein Andra Sveinsson og Arnar Frey Guðmundsson sem gáfu ekki kost á sér til að spila á HM U21 árs liða.

„Það er pirrandi þegar ungir leikmenn gefa ekki kost á sér í U21 í handbolta. Man ekki eftir því að þessi staða hafi komið upp á Íslandi. Kannski of góðir í þetta verkefni. Della,“ sagði Gaupi á samskiptaforritinu Twitter og bætti sínu merki við. Eina.Haukur og Teitur hafa verið í ­A-landsliðinu undanfarna mánuði og spiluðu á HM í Danmörku og Þýskalandi í janúar. Viktor Gísli Hallgrímsson, sem einnig hefur verið í A-landsliðinu í síðustu leikjum, flýgur hins vegar með liðinu til Spánar.

Liðið er með Þýskalandi, Noregi, Danmörku, Argentínu og Síle í riðli en fjögur efstu liðin fara áfram í 16-liða úrslit. Mótið fer fram á Spáni síðar í júlí.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.