Handbolti

Einar Andri: Vonbrigði en virði ákvörðunina

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Andri getur ekki nýtt krafta A-landsliðsmannanna Hauks Þrastarsonar og Teits Arnar Einarssonar á HM á Spáni.
Einar Andri getur ekki nýtt krafta A-landsliðsmannanna Hauks Þrastarsonar og Teits Arnar Einarssonar á HM á Spáni. mynd/sigurjón
Einar Andri Einarsson, þjálfari U-21 árs landsliðs karla í handbolta, viðurkennir að það hafi verið vonbrigði að leikmenn á borð við Hauk Þrastarson og Teit Örn Einarsson hafi ekki gefið kost á sér til að spila á HM á Spáni sem hefst í næstu viku.

„Það eru ákveðin vonbrigði að þeir skuli ekki vera með okkur. En við getum ekkert dvalið við það. Við erum með gott lið og góða leikmenn sem fá tækifæri í staðinn,“ sagði Einar Andri í samtali við Vísi fyrir æfingu U-21 árs liðsins í Víkinni í dag.

En er hann ánægður með skýringarnar sem hann fékk frá leikmönnunum sem gáfu ekki kost á sér í verkefnið?

„Ég virði bara það sem þeir segja og ekkert sem ég get gert í því. Við þurfum bara að halda áfram,“ sagði Einar Andri.

Markmiðið að komast upp úr langsterkasta riðlinumÍsland er í D-riðli sem stendur sannarlega undir nafni sem Dauðariðilinn. Ásamt Íslandi eru Danmörk, Þýskaland, Noregur, Síle og Argentína í honum.

„Við erum í gríðarlega erfiðum riðli, þeim langsterkasta á mótinu. Stóra markmiðið okkar er að komast upp úr riðlinum og í 16-liða úrslit. Í útsláttarkeppninni getur svo allt gerst,“ sagði Einar Andri.

„Við spiluðum við Argentínu á æfingamóti í Portúgal á dögunum og unnum þá með tveimur mörkum í hörkuleik. Þetta lið spilaði svo við Síle fyrir tveimur árum og vann með þremur mörkum. Við vitum að þessi lið standa okkur ekki langt að baki og hin þrjú liðin eru frábær. Þetta er virkilega verðugt verkefni.“

Fyrsti leikur Íslands á HM er gegn Síle á þriðjudaginn.


Tengdar fréttir

Haukur fer ekki með á HM

Búið er að velja íslenska hópinn sem keppir á HM U-21 ára karla í handbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×