Handbolti

Reglunum breytt á HM: Leikmannahóparnir stækkaðir og hvíldardagur eftir hvern einasta leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Íslands á stórmóti í janúar.
Úr leik Íslands á stórmóti í janúar. vísir/getty

Alþjóðahandknattleiksambandið samþykkti í dag á aðalfundi sínum að samþykkja tillögu um breytingar á hvíldardögum á HM í framtíðinni og leikmannahópar þjóðanna á mótinu verða stækkaðir.

Aðalfundur IHF fór fram í Gautaborg í dag og þar var meðal annars samþykkt að ekki er leyfilegt að þjóð spili tvo daga í röð á heimsmeistaramóti frá og með næsta heimsmeistaramóti.

Reglurnar taka gildi frá 1. janúar 2020 en margir leikmenn hafa kallað eftir þessum breytingum enda álagið á þeim verið nánast óbærilegt á stórmótum undanfarin ár.

Guðmundur Þórður Guðmundsson, landsliðsþjálfari Íslands, hefur verið einn þeirra sem hefur gagnrýnt álagið á leikmönnum á stórmótum og hefur meðal annars kallað álagið á leikmenn glórulaust.

Á sama fundi var samþykkt að leikmannahópar þjóðanna á HM verða stækkaðir úr 16 leikmönnum í 18. Byrjunarhópurinn verður einnig stækkaður úr 28 í 35 svo þjálfararnir geta dreift álaginu betur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.