Ríkisjarðir Davíð Stefánsson skrifar 15. júlí 2019 07:00 Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, vakti nýlega máls á mikilvægu atriði skynsamlegrar byggðafestu þegar hann hvatti til stórátaks í sölu ríkisjarða. Haraldur, sem er bóndi undir Akrafjalli og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er einn af landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins og í fjárlaganefnd Alþingis. Hann hvetur til umræðu um eignarhald á venjulegum bújörðum og bendir á að íslenska ríkið sé stærsti einstaki eigandi þeirra. „Það færi vel á því að hefja nú átak í sölu ríkisjarða undir merkjum nýrrar stefnu í eignarhaldi á bújörðum. Stefnu sem styrkir byggð og búsetu, því blómlegar byggðir eru helsta aðdráttarafl landsins,“ segir hann. Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Þar af eru um 300 bújarðir, flestar í ábúð en einhverjar eru eyðijarðir. Þetta víðtæka eignarhald ríkisins á bújörðum á sér margar ólíkar skýringar. Brugðist var við miklum erfiðleikum í landbúnaði með því að ríkisvaldið yfirtók jarðir. En af hverju að hefja stórátak í sölu ríkisjarða? Flestir hljóta að vera sammála um að ríkið eigi ekki að vera stærsti eigandi bújarða á Íslandi. Það eru engin skynsamleg rök fyrir að svo eigi að vera. Ekki frekar en að ríkið eigi verslunarhúsnæði í stórum stíl til útleigu. Aukinheldur ætti að takmarka sem mest atvinnurekstur ríkisvaldsins, hvort sem það er búrekstur eða útleiga jarða til landbúnaðar. Þetta er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins. Nóg er nú samt. Verði af slíku átaki í sölu ríkisjarða þarf að tryggja að ekki verði gengið á núverandi ábúendur eða leigutaka og til þeirra verði leitað fyrst varðandi sölu. Til að flækja þetta hafa nálæg bú á stundum nytjar af ríkisjörðum. Að sama skapi þarf að tryggja að markaður með jarðir raskist ekki um of. Hagsmunir margra fjölskyldna er undir. Menn skyldu ætla sér tíma til sölu þessara jarða. Það kunna síðan að vera eðlileg rök fyrir því að ríkisvaldið eigi áfram jarðir sem það hefur mikla hagsmuni af. En það á ekki við um bróðurpart ríkisjarða. Það er ólíklegt að í mörgum þessara jarða felist einhver gríðarleg verðmæti. En hugsanlega er hægt að sammælast um slíkt átak gangi söluandvirðið til varnar hinum dreifðu byggðum. Það er staðreynd að samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver mjög undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu. Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð. Það viljum við flest. Umræða um sölu ríkisjarða er ekki ný af nálinni. En þessum tillögum Haraldar Benediktssonar ber að fagna. Þetta eru orð í tíma töluð. Hann hefur sagt að nú sé meiri pólitískur stuðningur en áður við að búa til lagaumgjörð með þeim hætti að eignarhald jarða til byggðafestu. Þar verður hlutur ríkisins að minnka. Nú er að hefjast handa Haraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Davíð Stefánsson Landbúnaður Tengdar fréttir Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00 Mest lesið Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Haraldur Benediktsson, fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis, vakti nýlega máls á mikilvægu atriði skynsamlegrar byggðafestu þegar hann hvatti til stórátaks í sölu ríkisjarða. Haraldur, sem er bóndi undir Akrafjalli og fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, er einn af landsbyggðarþingmönnum Sjálfstæðisflokksins og í fjárlaganefnd Alþingis. Hann hvetur til umræðu um eignarhald á venjulegum bújörðum og bendir á að íslenska ríkið sé stærsti einstaki eigandi þeirra. „Það færi vel á því að hefja nú átak í sölu ríkisjarða undir merkjum nýrrar stefnu í eignarhaldi á bújörðum. Stefnu sem styrkir byggð og búsetu, því blómlegar byggðir eru helsta aðdráttarafl landsins,“ segir hann. Jarðir í eigu ríkisins eru um 450 talsins. Þar af eru um 300 bújarðir, flestar í ábúð en einhverjar eru eyðijarðir. Þetta víðtæka eignarhald ríkisins á bújörðum á sér margar ólíkar skýringar. Brugðist var við miklum erfiðleikum í landbúnaði með því að ríkisvaldið yfirtók jarðir. En af hverju að hefja stórátak í sölu ríkisjarða? Flestir hljóta að vera sammála um að ríkið eigi ekki að vera stærsti eigandi bújarða á Íslandi. Það eru engin skynsamleg rök fyrir að svo eigi að vera. Ekki frekar en að ríkið eigi verslunarhúsnæði í stórum stíl til útleigu. Aukinheldur ætti að takmarka sem mest atvinnurekstur ríkisvaldsins, hvort sem það er búrekstur eða útleiga jarða til landbúnaðar. Þetta er einfaldlega ekki hlutverk ríkisins. Nóg er nú samt. Verði af slíku átaki í sölu ríkisjarða þarf að tryggja að ekki verði gengið á núverandi ábúendur eða leigutaka og til þeirra verði leitað fyrst varðandi sölu. Til að flækja þetta hafa nálæg bú á stundum nytjar af ríkisjörðum. Að sama skapi þarf að tryggja að markaður með jarðir raskist ekki um of. Hagsmunir margra fjölskyldna er undir. Menn skyldu ætla sér tíma til sölu þessara jarða. Það kunna síðan að vera eðlileg rök fyrir því að ríkisvaldið eigi áfram jarðir sem það hefur mikla hagsmuni af. En það á ekki við um bróðurpart ríkisjarða. Það er ólíklegt að í mörgum þessara jarða felist einhver gríðarleg verðmæti. En hugsanlega er hægt að sammælast um slíkt átak gangi söluandvirðið til varnar hinum dreifðu byggðum. Það er staðreynd að samfélög í hinum dreifðu byggðum eiga sum hver mjög undir högg að sækja þar sem fækkun íbúa leiðir til þess að erfiðara verður að halda uppi grunnþjónustu. Landbúnaður heldur byggðarlögum í ábúð. Það viljum við flest. Umræða um sölu ríkisjarða er ekki ný af nálinni. En þessum tillögum Haraldar Benediktssonar ber að fagna. Þetta eru orð í tíma töluð. Hann hefur sagt að nú sé meiri pólitískur stuðningur en áður við að búa til lagaumgjörð með þeim hætti að eignarhald jarða til byggðafestu. Þar verður hlutur ríkisins að minnka. Nú er að hefjast handa Haraldur.
Segir búskap á ríkisjörðum staðna vegna óvissu um sölu Haraldur Benediktsson, þingmaður, segir búskap á ríkisjörðum víða í stöðnun vegna óvissu um framtíðina. Hann vill sjá skipulagt átak í sölu bújarða ríkisins, sem eru um 15. júlí 2019 06:00
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar
Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir Skoðun
Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir Skoðun