Lífið

Robbie Williams fór ekki út úr húsi vegna víðáttufælni

Andri Eysteinsson skrifar
Hjónin Robbie Williams og Ayda Field
Hjónin Robbie Williams og Ayda Field Getty/Samir Hussein
Breski söngvarinn Robbie Williams opnaði sig á dögunum um víðáttufælni sem hann barðist við á árum áður í viðtali við SunOnline. Williams fór yfir feril sinn og sagði að þó hann hafi farið mjög hátt hafi hann þurft að eyða miklum tíma til að ná andlegu jafnvægi að nýju.

Williams sagðist hafa eytt árunum 2006-2009 innandyra vegna mikillar víðáttufælni sem hann þjáðist af. Fælnin hafði það mikil áhrif á sálarlíf söngvarans að hann hafnaði 15 milljón punda boði um að vera næsti kynnir söngkeppninnar American Idol.

Líkaminn og hugurinn sögðu mér að fara ekki fet, ég gæti ekki gert neitt. Svo það eina sem ég gerði var að sitja og bíða. Árunum 2006-2009 eyddi ég vafinn inn í kasmír teppi, borðaði snakk og safnaði skeggi, sagði Williams um þennan erfiða tíma.

Williams leitaði sér að lokum aðstoðar og sneri aftur í sviðsljósið í X-Factor árið 2009 og tveimur árum seinna gekk hann til liðs við sína gömlu félaga í Take That á tónleikaferðalagi.

Hann segir jafnframt að ef ekki væri fyrir Take That hefði hann líkast til aldrei snúið aftur í tónlistarbransann. „Ég gat skýlt mér á bak við strákana mína, þeir aðstoðuðu mig heilan helling,“ sagði Williams.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×