Formúla 1

Vilja færa Silverstone-kappaksturinn svo hann þurfi ekki að deila athyglinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lewis Hamilton fagnaði vel og innilega eftir sigurinn í breska kappakstrinum í gær.
Lewis Hamilton fagnaði vel og innilega eftir sigurinn í breska kappakstrinum í gær. vísir/getty
Formúla 1 ætlar líklega að færa breska kappaksturinn á Silverstone á næsta ári svo hann skarist ekki á við aðra stóra íþróttaviðburði. Daily Mail greinir frá.Þrír stórir íþróttaviðburðir fóru fram á Englandi í gær; breski kappaksturinn, úrslitaleikur einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis og úrslitaleikur Englands og Nýja-Sjálands á HM í krikket.Kappaksturinn á Silverstone féll í skuggann af hinum viðburðunum, sérstaklega sögulegum úrslitaleik Novaks Djokovic og Rogers Federer á Wimbledon.Hæstráðendur hjá Formúlu 1 vilja koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig á næsta ári. Úrslitaleikurinn á EM í fótbolta karla fer fram á Wembley 12. júlí á næsta ári og því verður breski kappaksturinn að öllum líkindum færður til.Breski kappaksturinn mun líklega fara fram síðasta sunnudaginn í júní og austurríski kappaksturinn færist þá yfir á miðjan júlí.Heimsmeistarinn Lewis Hamilton vann sigur á heimavelli í gær en enginn hefur unnið breska kappaksturinn oftar en hann, eða sex sinnum.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir

Uppgjör: Hamilton sigrar og Vettel með enn ein mistökin

Lewis Hamilton hefur nú unnið breska kappaksturinn alls sex sinnum, oftar en nokkur annar. Keppnin á Silverstone um helgina fer sennilega í sögubækurnar fyrir að vera einn sá allra skemmtilegasti frá upphafi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.