Hvert er okkar hlutverk? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 16. júlí 2019 14:30 Eitt af hlutverkum okkar hjá Landsneti er að upplýsa viðskiptavini, stjórnvöld og almenning um stöðuna á raforkumarkaðnum hverju sinni. Við hjá Landsneti leggjum mikla áherslu á frumkvæði í upplýsingagjöf og að allir séu vel upplýstir um starfsemi okkar sem og markaðarins í heild. Fyrir okkur skiptir máli að upplýsingagjöfin sé heiðarlega og hreinskilin og til þess fallin að auka traust allra sem eiga í samskiptum við okkur.Upplýsingar sem varða almannahag Skýrslan um afl- og orkujöfnuð sem kom út á dögunum er hluti af upplýsingagjöf okkar þar sem við leggjum fram staðreyndir inn í umræðuna. Við höfum í yfir áratug árlega gefið út skýrslu um afl- og orkujöfnuð á landinu, skýrslu þar sem líkur á aflskorti eru metnar. Í nýju skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun eykst hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á orkuskorti fari vaxandi. Með því erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda. Það er ekki okkar hlutverk að hafa skoðun á einstaka viðskiptavinum, notkun eða virkjunum heldur að tryggja örugga afhendingu á orku. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Þessar ákvarðanir þarf að taka með upplýstum hætti og það er það sem við erum að benda á með skýrslunni.Ný orkustefna Hlutverk Landsnets er að stuðla að því að allir, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, hafi á hverjum tíma aðgang að rafmagni í því magni og þeim gæðum sem þörf er á. Ef útreikningar sýna að líkur eru á aflskorti verður Landsnet að upplýsa um það. Með hvaða hætti er brugðist við er svo önnur umræða. Fjölmargar leiðir eru mögulegar t.d. með því að nýta núverandi orkumannvirki betur, auka framleiðslu, spara orku eða forgangsraða í kerfinu. Hvaða leið verður farin er ákvörðun annara en Landsnets. Ný orkustefna sem nú er unnið að mun vonandi varða leiðina.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Sjá meira
Eitt af hlutverkum okkar hjá Landsneti er að upplýsa viðskiptavini, stjórnvöld og almenning um stöðuna á raforkumarkaðnum hverju sinni. Við hjá Landsneti leggjum mikla áherslu á frumkvæði í upplýsingagjöf og að allir séu vel upplýstir um starfsemi okkar sem og markaðarins í heild. Fyrir okkur skiptir máli að upplýsingagjöfin sé heiðarlega og hreinskilin og til þess fallin að auka traust allra sem eiga í samskiptum við okkur.Upplýsingar sem varða almannahag Skýrslan um afl- og orkujöfnuð sem kom út á dögunum er hluti af upplýsingagjöf okkar þar sem við leggjum fram staðreyndir inn í umræðuna. Við höfum í yfir áratug árlega gefið út skýrslu um afl- og orkujöfnuð á landinu, skýrslu þar sem líkur á aflskorti eru metnar. Í nýju skýrslunni bendum við á þá staðreynd að raforkunotkun eykst hraðar en uppbygging virkjana sem leiðir til þess að líkur á orkuskorti fari vaxandi. Með því erum við ekki að taka afstöðu til einstakra notenda. Það er ekki okkar hlutverk að hafa skoðun á einstaka viðskiptavinum, notkun eða virkjunum heldur að tryggja örugga afhendingu á orku. Í þessu sambandi þarf að hafa í huga að ákvarðanir í orkumálum og uppbyggingu orkumannvirkja hafa áhrif til langs tíma. Ákvörðun í dag í þessum efnum er iðulega viðbragð við stöðu sem kann að koma upp eftir einhver ár. Þessar ákvarðanir þarf að taka með upplýstum hætti og það er það sem við erum að benda á með skýrslunni.Ný orkustefna Hlutverk Landsnets er að stuðla að því að allir, jafnt einstaklingar sem fyrirtæki, hafi á hverjum tíma aðgang að rafmagni í því magni og þeim gæðum sem þörf er á. Ef útreikningar sýna að líkur eru á aflskorti verður Landsnet að upplýsa um það. Með hvaða hætti er brugðist við er svo önnur umræða. Fjölmargar leiðir eru mögulegar t.d. með því að nýta núverandi orkumannvirki betur, auka framleiðslu, spara orku eða forgangsraða í kerfinu. Hvaða leið verður farin er ákvörðun annara en Landsnets. Ný orkustefna sem nú er unnið að mun vonandi varða leiðina.Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar