Tarantino ætlar ennþá að hætta eftir tíundu mynd sína Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2019 15:59 Tarantino ásamt aðalleikurum Once Upon a a Time in Hollywood. Getty/Kevork Djansezian Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir. Hollywood Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Leikstjórinn Quentin Tarantino er enn á þeirri skoðun að hann muni setjast í helgan stein frá kvikmyndagerð eftir að hann hefur lokið leikstjórn á tíundu myndinni sinni. Nú kemur bráðlega út myndin Once Upon a Time in Hollywood sem er níunda myndin sem Tarantino skrifar og leikstýrir. Nú stendur yfir kynningarferðalag myndarinnar sem skartar Brad Pitt, Margot Robbie og Leonardo DiCaprio í aðalhlutverkum. Í viðtali við ástralska GQ sagði Tarantino að afstaða hans væri ekki breytt. „Ég held að ég sé kominn á endastöð hvað varðar kvikmyndir, sagði Tarantino. „Ég get ímyndað mér að ég haldi áfram að nota sköpunargáfuna í leikhús en ég hef gefið kvikmyndunum allt sem ég get.“Orðrómar hafa verið uppi um að næsta verkefni Tarantino eftir Once Upon a Time in Hollywood verði hans útgáfa af Star Trek. Tarantino er sagður hafa skrifað handrit að myndinni og sannfært JJ Abrams sem leikstýrt hefur nýjustu myndunum um að leyfa sér að gera Star Trek mynd sem yrði bönnuð börnum. Kvikmyndaverið Paramount hefur ekki veitt Tarantino opinbert grænt ljós á að hefja verkefnið og þá er óvíst hvort hann myndi taka að sér leikstjórn.Verði af Star Trek í leikstjórn Tarantino er það þó ljóst að myndin yrði svanasöngur hans í kvikmyndagerð, aðdáendum hans til mikillar mæðu. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort í orðum Tarantino um tíu myndir felist það að hann leikstýri 10 mismunandi verkefnum og því gæti hann leikstýrt fleiri en einni Star Trek mynd. Við því hefur Tarantino þó sagt að tíu myndir séu tíu myndir.
Hollywood Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira