Stærsta áskorun okkar tíma Michael Nevin skrifar 17. júlí 2019 07:00 Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Bretland Loftslagsmál Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Bretland er staðráðið í því að aðstoða við að leiða heiminn í að takast á við stærsta viðfangsefni samtímans – loftslagsbreytingar. Bretland hefur frá árinu 1990 dregið úr kolefnisnotkun hraðar en öll önnur lönd G20, og dregið úr losun CO2 um 40%. Umhverfisvænn hagvöxtur er eitt af fjórum stóru langtíma markmiðunum sem sett eru fram í atvinnustefnu okkar til framtíðar. Við erum grænasta fjármálamiðstöð í heimi. Breska utanríkisþjónustan býr yfir fyrsta og stærsta neti loftslagsmálafulltrúa í heimi. Í júní tilkynntu bresk stjórnvöld að þau hafa sótt um að fá að halda 26. Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (COP26) árið 2020, í samstarfi við Ítalíu. Bæði ríki hafa einsett sér að COP26 skili hámarksárangri. Á ráðstefnunni verður lögð höfuðáhersla á áþreifanlegar aðgerðir sem skili þeim breytingum sem eru nauðsynlegar til að það sem samið var um í Parísarsamningnum komist að fullu til framkvæmda. Bretland var fyrsta landið í heiminum til þess að setja í lög langtíma skuldbindandi markmið í loftslagsmálum. Í síðasta mánuði varð Bretland fyrsta stóra hagkerfið til að tilkynna löggjöf sem miðar að kolefnishlutleysi fyrir árið 2050, og er þar með komið í hóp með þeim tveim löndum öðrum sem áður höfðu stigið þetta skref, Noregi og Svíþjóð. Markmið okkar eru háleitari en hjá mörgum öðrum. Það felur í sér alla losun gróðurhúsalofttegunda, ekki einungis koltvíoxíðs, og á öllum sviðum hagkerfisins, þar á meðal skipaflutningum og flugi. Þetta tengist einnig baráttu á öðrum sviðum í umhverfismálum, svo sem gegn plastmengun í sjó. Þetta er kærkomið viðfangsefni formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu og Norrænu ráðherranefndinni. Til viðbótar við það hversu mikið við erum að draga úr notkun á plastpokum, þá höfum við tilkynnt að á næsta ári verður bannað að nota einnota plast svo sem drykkjarrör, kaffihrærur og eyrnapinna. Bresk verslun er að draga úr notkun sinni á plasti og finna lausnir sem koma í stað þess, eins og að nota endurunnið plast við vegaframkvæmdir. Það hafa verið uppi ákveðnar áhyggjur af kostnaði við að bregðast við loftslagsbreytingum. En það er gríðarlegur kostnaður við það að bregðast ekki við. Einnig felur þetta í sér ýmis tækifæri fyrir hagkerfi til endurnýjunar og að dafna á nýjum og sjálfbærum forsendum. Bretland mun ýta undir tækifærin sem felast í græna hagkerfinu. Við munum auðvelda fyrirtækjum að fjárfesta og finna nýjar lausnir fyrir framtíðina. Bretland hefur fjárfest fyrir meira en 92 milljarða punda, andvirði 14.500 milljarða króna, í hreinni orku frá árinu 2010, og fjárfest 1,5 milljarða punda, um 238 milljarða króna, til að styðja við umbreytingu yfir í farartæki sem losa ekki gróðurhúsalofttegundir fram til ársins 2021. Frá 1990 hefur hagkerfi Bretlands stækkað um 70%, á sama tíma og það hefur dregið stórlega úr kolefnislosun. Við lítum á þetta sem áskorun okkar tíma en einnig sem spennandi tækifæri fyrir nýsköpun og nýtt hagkerfi. Við hvetjum önnur lönd, þar á meðal Ísland, til að setja sér álíka metnaðarfull markmið. Það mun þurfa alþjóðlegt samstarf til að ná fram þeim brýnu og stórfelldu breytingum sem eru nauðsynlegar. Og Bretland er ákveðið í því að vera þar í forystu.Höfundur er sendiherra Bretlands á Íslandi
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar