Lífið

Sarah Hyland og Bachelorette keppandinn Wells Adams trú­lofuð

Andri Eysteinsson skrifar
Modern Family stjarnan með hring á fingri
Modern Family stjarnan með hring á fingri Instagram/SarahHyland

Modern Family stjarnan Sarah Hyland og fyrrum Bachelorette keppandinn Wells Adams sem hafa verið í sambandi frá árinu 2017 eru nú trúlofuð.

Hyland, sem er 28 ára og hinn 35 ára gamli Adams greindu frá gleðifregnunum á Instagram síðum sínum í gær.


 
 
 
View this post on Instagram
That can't eat, can't sleep, reach for the stars, over the fence, world series kind of stuff @wellsadams
A post shared by Sarah Hyland (@sarahhyland) on


Hyland sem gerði garðinn frægan í hlutverki Haley Dunphy , í gamanþáttunum Modern Family sett inn myndasyrpu þar sem viðbrögð hennar við tilvonandi eiginmanni sínum á skeljunum sjást en Adams birti myndband af augnablikinu.


 
 
 
View this post on Instagram
- Drew Holcomb & The Neighbors
A post shared by Wells Adams (@wellsadams) on


Hyland er eins og áður sagði þekktust fyrir hlutverk sitt í Modern Family en Wells Adams er þekktur fyrir að hafa verið á meðal keppenda í tólftu þáttröð Bachelorette þáttanna en þar kepptist hann um hyllu Jojo Fletcher.

Adams og Hyland hafa greint frá því að þau hafi kynnst á internetinu en þau byrjuðu saman haustið 2017


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.