Handbolti

Stelpurnar komust ekkert áleiðis á móti Serbunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sara Sif Helgadóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi en hún varði 17 skot í leiknum.
Sara Sif Helgadóttir var valin maður leiksins hjá Íslandi en hún varði 17 skot í leiknum. Mynd/HSÍ
Íslenska nítján ára kvennalandsliðið í handbolta tapaði með átta marka mun á móti Serbíu, 22-14, í þriðja leik sínum í B-deild EM kvenna í dag.

Sóknarleikur íslenska liðsins var í algjörum molum í leiknum í dag.

Berta Rut Harðardóttir var markahæst með fimm mörk en fjögur marka hennar komu af vítalínunni. Birta Rún Grétarsdóttir var næstmarkahæst með þrjú mörk.

Sara Sif Helgadóttir, markvörður, var kosin besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum. Hún varði oft vel en vörnin var ekki vandamálið í leiknum í dag.

Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik þar til að Serbarnir náðu þriggja marka forystu fyrir hálfleik, 10-7.

Serbnesku stelpurnar skoruðu fimm af fyrstu sex mörkum seinni hálfleiks og komust í 15-9. Þá var eftirleikurinn mjög erfiður fyrir íslenska liðið.

Þrjú íslensk mörk í röð minnkuðu aftur í þrjú mörk, 15-12. en þá gengi íslensku stelpurnar aftur á vegg.

Serbneska liðið skoruðu fimm mörk í röð og komust í 20-12.

Stefán Arnarson og íslensku stelpurnar fundu engar leiðir og urðu að lokum að sætta sig við átta marka tap.

Íslenska liðið vann Grikkland í fyrsta leik en hefur síðan tapað tveimur leikjum í röð á móti Búlgurum og nú Serbum.

Íslensku stelpurnar mæta Bretlandi á morgun í lokaleiknum sínum í riðlinum en bresku stelpurnar hafa tapað öllum sínum leikjum á mótinu.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.