Lífið

Setti upp „stærsta skotboltaleik í heimi“

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Margt var um manninn í skotboltaleiknum.
Margt var um manninn í skotboltaleiknum. Skjáskot/YouTube

YouTube-stjarnan Jimmy S. Donaldson, betur þekktur sem MrBeast er þekktur fyrir að birta ýmiskonar skemmtileg myndbönd á YouTube-rás sinni, en hann er með tæpar 22 milljónir fylgjenda á myndbandaveitunni.

Í nýjasta myndbandi sínu bregður hann enn og aftur á leik þar sem hann hafði skipulagt „stærsta skotboltaleik í heimi,“ eins og kemur fram í titli myndbandsins. Donaldson safnaði miklum fjölda fólks saman í stóran íþróttasal og skipti í tvö lið. Öttu þau síðan kappi í stórum skotboltaleik þar sem barist var til síðasta manns.

Ekki er þó ljóst hvort um raunverulegt heimsmet var að ræða, en myndbandið skemmtilegt engu að síður. Það má sjá hér að neðan.
Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.