Golf

Fór par fimm holu á 13 höggum á Opna breska

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David Duval bætir ekki við í titlasafnið úr þessu
David Duval bætir ekki við í titlasafnið úr þessu vísir/getty
David Duval var einu sinni efsti maður heimslistans í golfi og hann vann Opna breska risamótið árið 2001. Hann er enn í fullu fjöri en það eru þó litlar líkur á að hann bæti öðrum titli af Opna breska við safnið um helgina.Duval byrjaði hringinn á Royal Portrush vellinum í dag með ágætum, fékk fugla á fyrstu tveimur holunum og var í þokkalegum málum.Á fimmtu holu fór að halla undan fæti, hann fór par fjögur holuna á átta höggum, fékk skolla á sjöttu holu og svo km að sjöundu holunni þar sem hann þurfti hvorki meira né minna en 13 högg til þess að klára holuna.

Vandræðin byrjuðu hjá Duval þegar hann lék vitlausum bolta. Fyrir það er tveggja högga refsing. Ófarirnar héldu svo áfram og gekk honum illa að koma boltanum alla leið í holuna, en sjöunda holan er par fimm hola og því með þeim lengri á vellinum.Duval getur þó huggað sig við það að hann er ekki atvinnumaður í fullu starfi, hann er lýsandi á bandarísku sjónvarpsstöðinni Golf Channel og keppir sem hlutastarf með því.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.