Golf

Ólafía og Woods léku miklu betur en í gær en það dugði ekki til

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía og Woods voru saman í Wake Forest-háskólanum vestanhafs.
Ólafía og Woods voru saman í Wake Forest-háskólanum vestanhafs. MYND/GOLF.IS/SETH

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods eru úr leik á Dow Great Lakes Bay Invitational-mótinu sem er hluti af LPGA-mótaröðinni. Leikið er á Midland-vellinum í Michigan.

Ólafía og Woods léku mun betur í dag en í gær en það dugði ekki til að komast í gegnum niðurskurðinn.

Eftir fyrsta hringinn voru Ólafía og Woods á sex höggum yfir pari og áttu afar veika von um að komast í gegnum niðurskurðinn.

Í dag léku þær stöllur á þremur höggum undir pari. Þær fengu fjóra fugla og aðeins einn skolla á öðrum hringnum. Þar taldi betra skor á hverri holu en í gær skiptust kylfingarnir á að slá einn bolta.

Ólafía og Woods léku samtals á þremur höggum yfir pari og enduðu í 67. sæti af 71 liði. Niðurskurðurinn miðaðist við fjögur högg undir pari.

Mikil spenna er á toppnum en þrjú lið eru efst og jöfn á samtals tíu höggum undir pari. Þetta eru Norður-Írinn Stephanie Meadow og Ítalinn Giulia Molinaro, Frakkarnir Celine Boutier og Karine Icher og hinar bandarísku Paula Creamer og Morgan Pressel.

Bein útsending frá þriðja hring mótsins hefst klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport 4 á morgun.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.