Golf

Ólafía og Woods neðarlega eftir fyrsta hring

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafía Þórunn og Cheyenne Woods voru saman í Wake Forest-háskólanum.
Ólafía Þórunn og Cheyenne Woods voru saman í Wake Forest-háskólanum. MYND/GOLF.IS/SETH

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Cheyenne Woods náðu sér ekki á strik á fyrsta hring Dow Great Lakes Bay Inventional-mótsins í dag. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni.

Keppt er í tveggja manna liðum á mótinu. Tveir hringir eru leiknir með fjórmennings fyrirkomulagi og tveir með betri bolta.

Ólafía og Woods byrjuðu illa og voru á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu holurnar. Þær réttu hlut sinn á seinni níu sem þær léku á einu höggi yfir pari.

Ólafía og Woods, sem voru skólasystur í Wake Forest-háskólanum, eru því samtals á sex höggum yfir pari. Þær eru í 65. sæti mótsins.

Hinar kanadísku Brooke M. Henderson og Alena Sharp eru með eins höggs forystu á mótinu.

Bein útsending frá öðrum hring mótsins hefst klukkan 20:30 á Stöð 2 Sport 4 á morgun.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.