Handbolti

Króatísk landsliðskona spilar með nýliðunum í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Afturelding spilar í Olís deild kvenna næsta vetur.
Afturelding spilar í Olís deild kvenna næsta vetur. Mynd/Handknattleiksdeild Aftureldingar

Króatíska landsliðskonan Anamaria Gugic hefur samið við nýliða Aftureldingar í Olís deild kvenna. Mosfellingar hafa nú bætt við sig tveimur erlendum landsliðskonum og ætla sér greinilega að stimpla sig inn í deildinni í vetur.

Mosfellingur segir frá komu Gugic og Handknattleiksdeild Aftureldingar deildir fréttinni á fésbókinni.

Anamaria Gugic er örvhent skytta sem spilaði síðasta tímabil með Octeville í Frakklandi og þar á undan með Gjerpen í Noregi.

Hún er fædd í júlí 1991 og heldur því upp á 28 ára afmælið sitt seinna í mánuðinum. Gugic er 186 sentímetrar á hæð.

Handknattleiksdeild Aftureldingar er gríðarlega ánægð með komu Önu og býður hana hjartanlega velkomna í frétt sinni.

Anamaria er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við UMFA, því fyrir nokkru skrifaði litháíska landsliðskonan Roberta Ivanauskaide undir tveggja ára samning við félagið.

Afturelding vann öruggan sigur í Grill 66 deild kvenna á síðasta tímabili undir stjórn Haraldar Þorvarðarsonar.


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.